Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir 16. júlí 2014 11:00 Ara Osterweil er lektor við enskudeild McGill-háskóla í Montreal, þar sem hún kennir kvikmynda- og menningarfræði. AÐSEND MYND/Listasafn reykjavíkur MYND/Listasafn Reykjavíkur Ara Osterweil, kvikmyndafræðingur við McGill Háskóla í Montreal í Kanda, heldur fyrirlestur í Hafnarhúsi á morgun í samvinnu við rannsóknarstofu um framúrstefnu við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. Umfjöllunarefni fyrirlestrarins er að bregða upp mynd af þeim „líkamlegu hvörfum“ sem greina má í bandarískum framúrstefnukvikmyndum á sjöunda áratugnum og beinir sjónum að nokkrum lykilkvikmyndum tímabilsins. Nýútkomið rit Osterweil, Flesh Cinema: The Corporeal Turn in American Avant-Garde Film kannar nýstárlega framsetningu líkamans í tilraunakvikmyndum sjöunda og áttunda áratugarins. Þar er beint sjónum að kynferðislega opinskáum kvikmyndum Andys Warhol, Jacks Smith, Barböru Rubin, Stans Brakhage, Carolee Schneemann og Yoko Ono. Þar er einnig varpað ljósi á hvernig tilraunakvikmyndin breytti ekki aðeins bandarískri sjónmenningu, heldur einnig lífi höfunda þeirra. Flesh Cinema tengir þessar kvikmyndir við réttinda- og kynfrelsisbaráttu tímabilsins og kannar með hvaða hætti stjórnmála- og þjóðfélagsumræða ljær þeim stöðugt nýja merkingu. Ara Osterweil er rithöfundur, kvikmyndafræðingur og málari sem býr í Montreal og New York. Osterweil er lektor við enskudeild McGill-háskóla, þar sem hún kennir kvikmynda- og menningarfræði. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Ara Osterweil, kvikmyndafræðingur við McGill Háskóla í Montreal í Kanda, heldur fyrirlestur í Hafnarhúsi á morgun í samvinnu við rannsóknarstofu um framúrstefnu við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 20 og fer fram á ensku. Aðgangur er ókeypis. Umfjöllunarefni fyrirlestrarins er að bregða upp mynd af þeim „líkamlegu hvörfum“ sem greina má í bandarískum framúrstefnukvikmyndum á sjöunda áratugnum og beinir sjónum að nokkrum lykilkvikmyndum tímabilsins. Nýútkomið rit Osterweil, Flesh Cinema: The Corporeal Turn in American Avant-Garde Film kannar nýstárlega framsetningu líkamans í tilraunakvikmyndum sjöunda og áttunda áratugarins. Þar er beint sjónum að kynferðislega opinskáum kvikmyndum Andys Warhol, Jacks Smith, Barböru Rubin, Stans Brakhage, Carolee Schneemann og Yoko Ono. Þar er einnig varpað ljósi á hvernig tilraunakvikmyndin breytti ekki aðeins bandarískri sjónmenningu, heldur einnig lífi höfunda þeirra. Flesh Cinema tengir þessar kvikmyndir við réttinda- og kynfrelsisbaráttu tímabilsins og kannar með hvaða hætti stjórnmála- og þjóðfélagsumræða ljær þeim stöðugt nýja merkingu. Ara Osterweil er rithöfundur, kvikmyndafræðingur og málari sem býr í Montreal og New York. Osterweil er lektor við enskudeild McGill-háskóla, þar sem hún kennir kvikmynda- og menningarfræði.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira