Skrifaði leikrit með orðum afa síns Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júlí 2014 13:00 Oscar Wilde. Réttarhöldin yfir honum hafa verið endursköpuð í fjölda bóka og kvikmynda, en aldrei fyrr með hans eigin orðum. Mynd: Wikipedia Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“. Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Nýtt leikrit, The Trials of Oscar Wilde, var frumsýnt í St. James-leikhúsinu í London í síðustu viku. Höfundurinn er barnabarn skáldsins, Merlin Holland, og hann byggir leikritið á málsgögnum hinna frægu réttarhalda þar sem Wilde var dæmdur til fangavistar fyrir samkynhneigð. Þetta er í fyrsta sinn sem orðrétt samskipti Wildes við ákærendur sína eru notuð í leikriti. Merlin Holland segir frá því í grein sem hann skrifar í breska blaðið The Independent síðastliðinn miðvikudag að hann hafi fengið málsskjölin í hendur árið 2000 þegar hann vann að sýningu um afa sinn í tilefni af því að hundrað ár voru liðin frá dauða hans. „Ef það væri til heilagur kaleikur í rannsóknum á Wilde þá myndi það að finna hans eigin orð skrifuð upp á einu af stærstu augnablikunum í lífi hans komast ansi hátt á lista yfir tilnefningar til hans,“ segir Holland í greininni. Hann upplýsir jafnframt að ýmsar af þeim tilvitnunum sem notaðar hafa verið í gegnum tíðina þegar réttarhöldunum er lýst séu umorðanir eða hreinlega tilbúningur og lestur málsskjalanna varpi allt öðru ljósi á persónu Oscars Wilde en hingað til hefur verið gert. Hann klykkir þó út með því að segja að barátta Wildes fyrir réttinum hafi verið háð „með þeim stíl og sannfæringu sem við eigum að venjast frá Oscar Wilde“.
Menning Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira