Fegra Breiðholtið með list Álfrún Pálsdóttir skrifar 5. júlí 2014 11:00 Álftahólar 4-6: Þessi mynd eftir Erró mun án efa setja svip á blokkina í breiðholti. Myndlistarmaðurinn Erró hefur samþykkt að gefa Reykjavíkurborg höfundarverk sitt en borgarráð hefur samþykkt að setja upp tvær veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti. Annars vegar er um að ræða á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og hins vegar á vesturgafl íbúðablokkarinnar við Álftahóla 4 – 6. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög góð reynsla af verkum sem þessum erlendis og svo er þetta náttúrlega risastórt verk. En Erró hefur alltaf verið mjög rausnarlegur listamaður þegar Reykjavíkurborg er annars vegar og nota ég tækifærið og þakka honum fyrir það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Austurberg: Þessi bogadregni veggur við íþróttahúsið í Austurbergi á eftir að vekja athygli.Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum og hafa mikið aðdráttarafl og aukið umhverfisgæði þar sem þær hafa verið settar upp. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og uppsetningar verði um 38,8 m.kr. og er það Listasafn Reykjavíkur sem hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd verksins. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Erró hefur samþykkt að gefa Reykjavíkurborg höfundarverk sitt en borgarráð hefur samþykkt að setja upp tvær veggmyndir eftir Erró í efra Breiðholti. Annars vegar er um að ræða á bogadreginn vegg íþróttahússins við Austurberg, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og hins vegar á vesturgafl íbúðablokkarinnar við Álftahóla 4 – 6. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni. Það er mjög góð reynsla af verkum sem þessum erlendis og svo er þetta náttúrlega risastórt verk. En Erró hefur alltaf verið mjög rausnarlegur listamaður þegar Reykjavíkurborg er annars vegar og nota ég tækifærið og þakka honum fyrir það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Austurberg: Þessi bogadregni veggur við íþróttahúsið í Austurbergi á eftir að vekja athygli.Erró er heiðursborgari Reykjavíkur og hefur í gegnum tíðina sýnt Reykjavíkurborg og Listasafni Reykjavíkur rausnarskap með því að gefa safninu verk sín. Verk eftir Erró hafa verið sýnd á mörgum helstu söfnum Evrópu og víða um heim. Veggmyndir hans prýða merkar byggingar í mörgum borgum og hafa mikið aðdráttarafl og aukið umhverfisgæði þar sem þær hafa verið settar upp. Áætlað er að kostnaður vegna framleiðslu og uppsetningar verði um 38,8 m.kr. og er það Listasafn Reykjavíkur sem hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd verksins.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira