Lífið

Höll minninganna: Frá Kalla Bjarna til Kalla Bjarna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kalli Bjarni sigraði í fyrstu Idol-stjörnuleitinni á Íslandi árið 2004. Á meðal keppenda voru Jón Sigurðsson og Anna Katrín Guðbrandsdóttir. Þau Jón og Anna Katrín eiga sama afmælisdag – 16. janúar.

Kalli Bjarni.
Kvikmyndaframleiðandinn og Herbalife-drottningin Margrét Hrafnsdóttir á einnig afmæli 16. janúar. 

Margrét var langyngsti dagskrárgerðarmaðurinn á Bylgjunni þegar hún hóf þar störf árið 1988, þá 18 ára gömul.

Hún stjórnaði útvarpsþættinum Loksins laugardagur með Gulla Helga árið 1989.

Margrét Hrafnsdóttir.
Gulli sat í dómnefnd um Reykjavíkurlagið sem efnt var til í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar.

Gulla Helgi (annar frá vinstri) ásamt dómnefndinni.
Sigurvegarinn var krýndur árið 1986 og var það Bjarni Hafþór Helgason með lagið Hún Reykjavík.

Í kjölfarið gaf Bjarni út plötuna Með á nótunum þar sem meðal annars er að finna lagið Lára ljúfa Lára. Það fjallar um sjómann en fyrrnefndur Kalli Bjarni er einmitt sjómaður.

Bjarni Hafþór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×