Átta skáldkonur frá jaðarsvæðum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. júlí 2014 11:00 Valgerður Þóroddsdóttir. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Vísir/Vilhelm „Þetta eru allt skáldkonur frá jaðarsvæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum sem taka þátt í norrænu samstarfi en hafa ekki norrænu kjarnamálin að móðurmáli,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, ein af driffjöðrum Meðgönguljóða og þátttakandi í hátíðinni. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Tvær skáldkonur frá vestnorræna málsvæðinu heimsækja hátíðina, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finnlandi, koma Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum mæta til leiks íslensku skáldkonurnar Arngunnur Árnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og svo Valgerður. „Þetta eru allt konur í yngri kantinum, sem sé undir fertugu,“ segir Valgerður. Í dag munu skáldkonurnar dreifa sér í fjögur útibú Borgarbókasafns í borginni, tvær í hvert safn, og lesa upp ljóð sín klukkan 17. „Á morgun verður síðan blönduð dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem erlendu skáldkonurnar munu lesa ljóð sín og fram fara pallborðsumræður þar sem búast má við fjörugu spjalli,“ segir Valgerður. Dagskráin þar hefst einnig klukkan 17. Í tilefni hátíðarinnar munu Meðgönguljóð gefa út safnrit með ljóðum eftir öll skáldin, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. „Bókin kemur út í dag og verður fáanleg á hátíðinni, en seinna verður henni auðvitað dreift í bókabúðir og á bókasöfn. Hún er hugsuð bæði sem minnisvarði um hátíðina og til að varðveita þau tengsl sem hafa skapast milli skáldkvenna þessara þjóða,“ segir Valgerður. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert mörg ljóð verið þýdd á íslensku úr grænlensku og færeysku og það er ekkert offramboð af þýðingum úr finnsku heldur.“ Hátíðin er samstarfsverkefni Meðgönguljóða og Kvenréttindafélags Íslands og Valgerður segist vonast til að þetta sé aðeins byrjunin á frjóu samstarfi skáldkvenna frá jaðarsvæðunum. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta eru allt skáldkonur frá jaðarsvæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum sem taka þátt í norrænu samstarfi en hafa ekki norrænu kjarnamálin að móðurmáli,“ segir Valgerður Þóroddsdóttir, ein af driffjöðrum Meðgönguljóða og þátttakandi í hátíðinni. „Svo kom þessi frábæri titill á hátíðina sem vísar bæði til þess að vera á jaðrinum landfræðilega og hvað varðar tungumálið.“ Tvær skáldkonur frá vestnorræna málsvæðinu heimsækja hátíðina, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finnlandi, koma Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum mæta til leiks íslensku skáldkonurnar Arngunnur Árnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og svo Valgerður. „Þetta eru allt konur í yngri kantinum, sem sé undir fertugu,“ segir Valgerður. Í dag munu skáldkonurnar dreifa sér í fjögur útibú Borgarbókasafns í borginni, tvær í hvert safn, og lesa upp ljóð sín klukkan 17. „Á morgun verður síðan blönduð dagskrá í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem erlendu skáldkonurnar munu lesa ljóð sín og fram fara pallborðsumræður þar sem búast má við fjörugu spjalli,“ segir Valgerður. Dagskráin þar hefst einnig klukkan 17. Í tilefni hátíðarinnar munu Meðgönguljóð gefa út safnrit með ljóðum eftir öll skáldin, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu. „Bókin kemur út í dag og verður fáanleg á hátíðinni, en seinna verður henni auðvitað dreift í bókabúðir og á bókasöfn. Hún er hugsuð bæði sem minnisvarði um hátíðina og til að varðveita þau tengsl sem hafa skapast milli skáldkvenna þessara þjóða,“ segir Valgerður. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert mörg ljóð verið þýdd á íslensku úr grænlensku og færeysku og það er ekkert offramboð af þýðingum úr finnsku heldur.“ Hátíðin er samstarfsverkefni Meðgönguljóða og Kvenréttindafélags Íslands og Valgerður segist vonast til að þetta sé aðeins byrjunin á frjóu samstarfi skáldkvenna frá jaðarsvæðunum.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira