Stefnan klárlega aftur í atvinnumennsku Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2014 06:00 Kristján Gauti er að komast í sitt besta form. vísir/Vilhelm „Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
„Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjá meira
Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23
Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30