Stefnan klárlega aftur í atvinnumennsku Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júní 2014 06:00 Kristján Gauti er að komast í sitt besta form. vísir/Vilhelm „Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Mér fannst við spila ágætlega. Við settum eitt mark snemma á þá og þau hefðu getað verið fleiri, en ég er bara ánægður með sigurinn,“ segir Kristján Gauti Emilsson, framherji FH, sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri FH á Fram á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. Kristján Gauti var óstöðvandi í leiknum og hefði átt að skora fleiri mörk sjálfur. Þessi 21 árs gamli strákur er leikmaður 9. umferðar hjá Fréttablaðinu fyrir frammistöðu sína í Dalnum. „Ég er bara nokkuð sáttur. Ég náði að skora tvö mörk og leggja upp eitt í lokin þannig að ég er sáttur,“ segir Kristján Gauti.Kominn í gott stand Kristján Gauti virðist vera kominn í sitt besta form en hann hefur á ferli sínum glímt við löng og ströng meiðsli. „Ég hef verið óheppinn með meiðsli og það setur alltaf strik í reikninginn. Það er erfitt að þurfa alltaf að koma til baka og vera að missa af leikjum,“ segir Kristján Gauti en tekur það ekki á andlega að standa í svona meiðslum alltaf? „Jú, ég held ég tali nú fyrir alla fótboltamenn þegar ég segi að það sé leiðinlegt að meiðast en maður bítur bara á jaxlinn og reynir að koma sterkur til baka. Nú er ég búinn að ná mörgum leikjum líkt og í fyrra. Ég er kominn í gott stand,“ segir Kristján Gauti.Hrikalega góð reynsla Kristján Gauti fór 17 ára út til Liverpool þegar hann gekk í unglingalið félagsins. Hann segir tímann þar hafa verið lærdómsríkan þó að hann hafi einnig verið erfiður út af eilífum meiðslum. „Það var hrikalega góð reynsla að æfa eins og atvinnumaður þó að ég hafi verið mestallan tímann meiddur. Ég fékk mikið út úr þessu bæði líkamlega og andlega,“ segir Kristján Gauti. Hann viðurkennir að það sé erfitt að tækla það andlega að vera sífellt frá vegna meiðsla, en í dag er hann bara ánægður að vera að spila og það fyrir sitt félag. „Það tekur gríðarlega á að vera meiddur svona lengi eins og ég var. En það er bara gaman að koma heim í FH og ég er þakklátur fyrir að geta spilað fyrir mitt uppeldisfélag,“ segir Kristján Gauti en FH er á toppi deildarinnar. „Við eigum góðan mögulega á að vinna deildina og svo er Evrópukeppnin spennandi. Við verðum að gera eins og í fyrra þar. Vonandi náum við sama árangri.“Stefnir aftur út Frammistaða Kristjáns Gauta í upphafi tímabils hefur vakið athygli út fyrir landsteinana en atvinnumannalið fylgjast nú grannt með gangi mála. „Ég er alveg pollrólegur í þeim málum og einbeiti mér bara að því að spila vel fyrir FH,“ segir Kristján Gauti. „Ég sé svo bara til hvort ég fer út eftir þetta tímabil eða næsta. Það verður bara að koma í ljós, en það er ekkert í gangi sem ég veit af.“ Stefnan er þó klárlega sett á að fara aftur út. „Það er alveg klárt. Hvort sem það er Holland, Danmörk, Svíþjóð, England eða Noregur; bara eitthvað spennandi,“ segir Kristján Gauti sem langar líka að fá annað tækifæri með landsliðinu. Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson hafa einmitt haft auga með honum. „Ég átti að spila á móti Eistlandi um daginn en var því miður meiddur. Það var gríðarlega leiðinlegt að missa af þeim leik en vonandi fær maður aftur tækifæri,“ segir Kristján Gauti Emilsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23 Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Pepsi-mörkin | 9. þáttur Níundu umferðinni í Pepsi-deild karla er lokið og sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum á Vísi. 24. júní 2014 21:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram- FH 0-4 | FH aftur á toppinn Kristján Gauti Emilsson fór á kostum í sigri FH í Dalnum. 23. júní 2014 13:23
Uppbótartíminn: Jonathan Glenn með Rivaldo-takta Níundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu lauk í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. 24. júní 2014 12:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn