Sýning sjö listakvenna verður opnuð í Populus tremula á Akureyri á laugardaginn klukkan 14.
Konurnar eru frá Hollandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð og Kanada og hafa dvalið í mánuð á vinnustofu Textílseturs Íslands á Blönduósi.
Á sýningunni, sem ber yfirskriftina Lightly Acquainted, getur að líta afrakstur vinnu þeirra þennan tíma þar sem þræðir þeirra hafa legið saman á framandi slóðum.
Sýningin er einnig opin á sunnudaginn milli klukkan 14 og 17 og aðeins þessa einu helgi.
