Hitað upp fyrir Bergmál í Háteigskirkju Friðrika Benónýsdóttir skrifar 14. júní 2014 11:30 Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðluleikari, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Carlos Caro Aguilera básúnuleikari, Grímur Helgason klarinettleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari. Á síðdegistónleikum í Háteigskirkju á morgun gefst tónlistarunnendum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að heyra litríkt sýnishorn af dagskrá tónlistarhátíðarinnar Bergmáls sem fram fer á Dalvík í kring um sumarsólstöður. En hvaða fyrirbæri er Bergmál? „Þetta er lítil sígild tónlistarhátíð sem við höfum verið með á Dalvík síðastliðin fimm ár,“ segir Grímur Helgason klarinettuleikari, einn skipuleggjenda Bergmáls. „Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari byrjuðu með hátíðina og ég kom svo inn í þetta með þeim. Við höfum verið að spila sígilda tónlist og svona aðeins út í dægurlög stundum og alltaf haldið upphitunartónleika í Reykjavík áður en við förum norður.“ Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin dagana 19. til 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá djúpum þönkum Johannesar Brahms til skemmtitónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð, að sögn Gríms. „Tónleikarnir í Háteigskirkju eru síðan svona „best of“ af því sem flutt verður fyrir norðan og þar komum við fram allir flytjendurnir fyrir utan Ellu Völu Ármannsdóttur hornleikara og Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Háteigskirkju hefjast klukkan 17 á morgun og hátíðin sjálf hefst síðan þann 19. júní með opnunartónleikum Bergmáls í Bergi klukkan 20. Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Á síðdegistónleikum í Háteigskirkju á morgun gefst tónlistarunnendum á höfuðborgarsvæðinu kostur á að heyra litríkt sýnishorn af dagskrá tónlistarhátíðarinnar Bergmáls sem fram fer á Dalvík í kring um sumarsólstöður. En hvaða fyrirbæri er Bergmál? „Þetta er lítil sígild tónlistarhátíð sem við höfum verið með á Dalvík síðastliðin fimm ár,“ segir Grímur Helgason klarinettuleikari, einn skipuleggjenda Bergmáls. „Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Kristján Karl Bragason píanóleikari byrjuðu með hátíðina og ég kom svo inn í þetta með þeim. Við höfum verið að spila sígilda tónlist og svona aðeins út í dægurlög stundum og alltaf haldið upphitunartónleika í Reykjavík áður en við förum norður.“ Tónlistarhátíðin Bergmál verður haldin dagana 19. til 22. júní í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík. Tónverkin sem flutt verða á þrennum tónleikum spanna vítt litróf, allt frá djúpum þönkum Johannesar Brahms til skemmtitónlistar Franz Lehár með viðkomu í rússneskum þjóðsagnaheimi, París aldamótanna og íslenskri sumarnæturkyrrð, að sögn Gríms. „Tónleikarnir í Háteigskirkju eru síðan svona „best of“ af því sem flutt verður fyrir norðan og þar komum við fram allir flytjendurnir fyrir utan Ellu Völu Ármannsdóttur hornleikara og Margréti Hrafnsdóttur sópransöngkonu,“ bætir hann við. Tónleikarnir í Háteigskirkju hefjast klukkan 17 á morgun og hátíðin sjálf hefst síðan þann 19. júní með opnunartónleikum Bergmáls í Bergi klukkan 20.
Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira