Alþjóðleg tónlistarakademía í Hörpu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. júní 2014 11:00 Hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni, leikur einleik á opnunartónleikunum í Norðurljósum. Alþjóðlega tónlistarakademían Harpa International Music Academy er alþjóðlegt sumarnámskeið sem haldið verður í annað sinn í Hörpu dagana 7. til 17. júní næstkomandi. Námskeiðið stendur í 11 daga og lýkur með hátíðartónleikum í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Áhersla verður lögð á kammertónlist auk einkatíma, masterklassa og hljómsveitar. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar stökkpall fyrir framúrskarandi tónlistarnemendur sem eru að hasla sér völl á tónleikasviðinu,“ segir Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. „Hingað koma 54 tónlistarnemendur frá átta löndum og fjörutíu íslenskir nemendur taka einnig þátt. Þau spila saman, æfa saman og mynda tengsl sín á milli, sem kemur þeim öllum til góða bæði í núinu og til lengri tíma.“ Opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu verða mánudaginn 9. júní klukkan 17 í Norðurljósum. Þar leikur hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni sem haldin var í Texas í mars síðastliðnum, þekkt einleiksverk fyrir fiðlu. Meðleikari er Richard Simm. Þrír ungir einleikarar frá Noregi munu einnig koma fram á opnunartónleikunum 9. júní Þetta eru víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad, sigurvegari Eurovision Young Musician 2012, fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, sem keppir í sömu keppni fyrir hönd Noregs um þessar mundir, og Sandra Lied Haga, sellóleikari sem einnig hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. Á tónleikunum 16. júní leika síðan norsku ungmennin einleik hvert fyrir sig og á hátíðartónleikunum, þann 17. júní, leika ýmsir þátttakendur akademíunnar hátíðartónlist. Eurovision Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Alþjóðlega tónlistarakademían Harpa International Music Academy er alþjóðlegt sumarnámskeið sem haldið verður í annað sinn í Hörpu dagana 7. til 17. júní næstkomandi. Námskeiðið stendur í 11 daga og lýkur með hátíðartónleikum í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á námskeiðinu verður kennt á fiðlu, víólu, selló og píanó og hefur akademían fengið til liðs við sig framúrskarandi leiðbeinendur víðs vegar að. Áhersla verður lögð á kammertónlist auk einkatíma, masterklassa og hljómsveitar. „Við lítum á þetta sem nokkurs konar stökkpall fyrir framúrskarandi tónlistarnemendur sem eru að hasla sér völl á tónleikasviðinu,“ segir Lin Wei Sigurgeirsson, listrænn stjórnandi Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu. „Hingað koma 54 tónlistarnemendur frá átta löndum og fjörutíu íslenskir nemendur taka einnig þátt. Þau spila saman, æfa saman og mynda tengsl sín á milli, sem kemur þeim öllum til góða bæði í núinu og til lengri tíma.“ Opnunartónleikar Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu verða mánudaginn 9. júní klukkan 17 í Norðurljósum. Þar leikur hinn kóreski In Mo Yang, 18 ára verðlaunahafi í Menuhin-fiðlukeppninni sem haldin var í Texas í mars síðastliðnum, þekkt einleiksverk fyrir fiðlu. Meðleikari er Richard Simm. Þrír ungir einleikarar frá Noregi munu einnig koma fram á opnunartónleikunum 9. júní Þetta eru víóluleikarinn Eivind Holtsmark Ringstad, sigurvegari Eurovision Young Musician 2012, fiðluleikarinn Sonoko Miriam Shimano Welde, sem keppir í sömu keppni fyrir hönd Noregs um þessar mundir, og Sandra Lied Haga, sellóleikari sem einnig hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna. Á tónleikunum 16. júní leika síðan norsku ungmennin einleik hvert fyrir sig og á hátíðartónleikunum, þann 17. júní, leika ýmsir þátttakendur akademíunnar hátíðartónlist.
Eurovision Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira