Safnar fyrir námi með tónleikum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 15:00 Þetta verða klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá,“ segir Ágústa Dómhildur. Fréttablaðið/GVA „Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég hef fengið inngöngu í undirbúningsdeild Oxford-háskóla,“ segir Mosfellingurinn Ágústa Dómhildur Karlsdóttir sem er á sautjánda ári. „Námið er ekki lánshæft þetta fyrsta ár en kostar milljónir þannig að stofnaður hefur verið menntunarsjóður og mér og mömmu datt í hug að halda söfnunartónleika. Við höfum fengið frábæra listamenn til liðs við okkur.“ Tónleikarnir verða í Grensáskirkju miðvikudagskvöldið 4. júní klukkan 20. Þar koma fram þau Diddú, Egill Ólafsson, Greta Salóme og Jógvan og líka nokkrir kórar, að sögn Ágústu Dómhildar, sem telur upp Samkór Reykjavíkur, Kirkjukór Lágafellskirkju og Tindatríóið. „Svo spila ég sjálf á fiðluna. Þetta verða svona klukkutíma langir tónleikar með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá og það kostar 2.000 krónur inn,“ bætir hún við. Ágústa Dómhildur kveðst hafa stundað fiðlunám í Mosfellsbæ í mörg ár og ætla að halda því áfram úti í Oxford þó aðaláherslan verði lögð á líffræðina. Hún segir undirbúningsnámið alþjóðlegt og flestir nemendur fari úr því yfir í toppháskóla í Oxford eða Cambridge. Meðal þess sem Ágústa Dómhildur hefur afrekað með fiðluna að vopni er að safna rúmlega kvartmilljón fyrir Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hún gert með því að spila niðri á Skólavörðustíg á Menningarnótt síðustu ár, nokkrar klukkustundir hverju sinni. Þess má geta að nú hefur Ágústa Dómhildur líka gefið út disk sem verður til sölu á tónleikunum og víðar til ágóða fyrir menntunarsjóðinn.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira