Stund Messíasar runnin upp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. maí 2014 12:30 Lionel Messi. Vísir/Getty Það var snemma ljóst að Diego Maradona byggi yfir hæfileikum sem fáum eru gefnir. Leiðin á toppinn var hins vegar ekki greið. Frumraun Maradona á HM (1982 á Spáni) endaði illa, en eftir illa meðferð af hendi varnarmanna andstæðinganna í gegnum allt mótið missti hann stjórn á sér í lokaleiknum gegn Brasilíu og fékk rautt spjald fyrir gróft brot á varamanninum Joao Batista da Silva. Fjórum árum síðar í Mexíkó var hins vegar ekkert sem gat stöðvað Maradona. Hann fór fyrir góðu, en ekki frábæru, argentínsku liði og skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fimm á leið þess að heimsmeistaratitlinum. Fyrir vikið öðlaðist hann eilíft líf í hugum fótboltaáhugamanna. Fólk bíður enn eftir því að Lionel Messi leiki sama leikinn.Hið stóra en Messi verður 27 ára í júní. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona oftar en einu sinni, þar af Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hann hefur orðið heimsmeistari ungmenna og Ólympíumeistari. Það þyrfti manneskju í fullu starfi til að halda utan um allar viðurkenningar sem hann hefur fengið og öll met sem hann hefur slegið. Hann skorar mörk í tonnatali, storkar náttúrulögmálunum í hverri viku og lætur hið ómögulega líta hversdagslega út. En hann hefur aldrei unnið HM. Það er alltaf þetta en. Sama hvað Messi gerir, sama hversu mörg mörk hann skorar, sama hversu margra titla hann vinnur, sama hversu mörg met hann setur, þá verður alltaf til staðar hópur fólks sem er ekki tilbúið að samþykkja hann sem þann besta fyrr en hann verður heimsmeistari. Þótt félagsliðafótbolti hafi tekið fram úr landsliðafótboltanum á síðustu áratugum og Meistaradeild Evrópu sé án efa erfiðasta mót sem fyrirfinnst, þá er HM enn hinn heilagi gral fótboltans.Vísir/GettyMeistarinn og arftakinn „Það er mikið hrós að vera borinn saman við Maradona, en ég get ekki enn samþykkt þann samanburð,“ sagði Messi nýverið í samtali við Goal. „Hann gerði svo mikið fyrir argentínska landsliðið – og að mínu mati getur enginn leikmaður talist með þeim allra bestu fyrr en hann hefur unnið HM.“ Margir hafa verið kallaðir „hinn nýi Maradona“ – Diego Latorre, Ariel Ortega, Juan Román Riquelme, Javier Saviola, Pablo Aimar o.fl. – en Messi er sá sem kemst næst því að vera arftaki meistarans. Samanburður á þessum tveimur snillingum er óhjákvæmilegur, en jafnframt nokkrum annmörkum háður. Það er erfitt að bera leikmenn frá ólíkum tímabilum saman, enda hefur leikurinn sjálfur tekið breytingum í áranna rás, og það er sömuleiðis erfitt að setja mælistiku á mikilleika fótboltamanna. Á að fara eftir fjölda titla? Fjölda marka? Áhrifum á samherja? Áhrifum á samtímann? Svo skipta aðstæður líka máli. Þótt það ætti seinna eftir að slitna upp úr vinskap þeirra, þá var Carlos Bilardo hinn fullkomni þjálfari fyrir Maradona á sínum tíma. Bilardo fann réttu leikaðferðina sem gerði hans besta leikmanni kleift að blómstra, án þess þó að það kæmi niður á jafnvægi liðsins.Vísir/GettySumarið er tíminn Til að gera langa sögu stutta hefur Messi ekki verið jafn heppinn með þjálfara, fyrr en nú. Alfio Basile, Maradona og Sergio Batista fundu ekki réttu blönduna og þótt það afsaki ekki misjafna frammistöðu hjá Messi á HM 2010 og í Suður-Ameríkukeppninni 2011 – honum mistókst að skora á báðum mótunum þar sem Argentínumenn féllu út í átta liða úrslitum – þá hefur það vafalítið haft sitt að segja. Svo það sé orðað pent, þá er Diego Maradona margt til lista lagt í lífinu, en að þjálfa fótboltalið er ekki eitt af því. Alejandro Sabella, sem tók við argentínska landsliðinu sumarið 2011, virðist hins vegar hafa fundið réttu blönduna. Hann leggur áherslu á sóknarleik og lætur Argentínu spila leikaðferðina 4-3-3, þar sem þeir Sergio Agüero og Gonzalo Higuaín leika við hlið Messis í framlínunni. Sabella gerði þann síðastnefnda strax að fyrirliða landsliðsins og Messi hefur svarað kallinu með 20 mörkum í síðustu 23 leikjum með landsliðinu. Argentína fór örugglega í gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og liðið hefur aðeins tapað fjórum af 32 leikjum undir stjórn Sabellas.Markmiðið er einfalt Það telur hins vegar lítið þegar út í alvöruna er komið. Nú er kominn tími fyrir Messi að láta til sín taka á því stóra sviði sem HM er. „Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ sagði Messi á dögunum við ESPN. „Við eigum góða möguleika á að gera stóra hluti. Við erum rólegir, en jafnframt fullir tilhlökkunar að reyna að ná markmiðum okkar.“ Markmiðið er einfalt: að vinna HM í fyrsta sinn frá því Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils í Mexíkó fyrir 28 árum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Það var snemma ljóst að Diego Maradona byggi yfir hæfileikum sem fáum eru gefnir. Leiðin á toppinn var hins vegar ekki greið. Frumraun Maradona á HM (1982 á Spáni) endaði illa, en eftir illa meðferð af hendi varnarmanna andstæðinganna í gegnum allt mótið missti hann stjórn á sér í lokaleiknum gegn Brasilíu og fékk rautt spjald fyrir gróft brot á varamanninum Joao Batista da Silva. Fjórum árum síðar í Mexíkó var hins vegar ekkert sem gat stöðvað Maradona. Hann fór fyrir góðu, en ekki frábæru, argentínsku liði og skoraði fimm mörk og lagði upp önnur fimm á leið þess að heimsmeistaratitlinum. Fyrir vikið öðlaðist hann eilíft líf í hugum fótboltaáhugamanna. Fólk bíður enn eftir því að Lionel Messi leiki sama leikinn.Hið stóra en Messi verður 27 ára í júní. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna með Barcelona oftar en einu sinni, þar af Meistaradeild Evrópu í þrígang. Hann hefur orðið heimsmeistari ungmenna og Ólympíumeistari. Það þyrfti manneskju í fullu starfi til að halda utan um allar viðurkenningar sem hann hefur fengið og öll met sem hann hefur slegið. Hann skorar mörk í tonnatali, storkar náttúrulögmálunum í hverri viku og lætur hið ómögulega líta hversdagslega út. En hann hefur aldrei unnið HM. Það er alltaf þetta en. Sama hvað Messi gerir, sama hversu mörg mörk hann skorar, sama hversu margra titla hann vinnur, sama hversu mörg met hann setur, þá verður alltaf til staðar hópur fólks sem er ekki tilbúið að samþykkja hann sem þann besta fyrr en hann verður heimsmeistari. Þótt félagsliðafótbolti hafi tekið fram úr landsliðafótboltanum á síðustu áratugum og Meistaradeild Evrópu sé án efa erfiðasta mót sem fyrirfinnst, þá er HM enn hinn heilagi gral fótboltans.Vísir/GettyMeistarinn og arftakinn „Það er mikið hrós að vera borinn saman við Maradona, en ég get ekki enn samþykkt þann samanburð,“ sagði Messi nýverið í samtali við Goal. „Hann gerði svo mikið fyrir argentínska landsliðið – og að mínu mati getur enginn leikmaður talist með þeim allra bestu fyrr en hann hefur unnið HM.“ Margir hafa verið kallaðir „hinn nýi Maradona“ – Diego Latorre, Ariel Ortega, Juan Román Riquelme, Javier Saviola, Pablo Aimar o.fl. – en Messi er sá sem kemst næst því að vera arftaki meistarans. Samanburður á þessum tveimur snillingum er óhjákvæmilegur, en jafnframt nokkrum annmörkum háður. Það er erfitt að bera leikmenn frá ólíkum tímabilum saman, enda hefur leikurinn sjálfur tekið breytingum í áranna rás, og það er sömuleiðis erfitt að setja mælistiku á mikilleika fótboltamanna. Á að fara eftir fjölda titla? Fjölda marka? Áhrifum á samherja? Áhrifum á samtímann? Svo skipta aðstæður líka máli. Þótt það ætti seinna eftir að slitna upp úr vinskap þeirra, þá var Carlos Bilardo hinn fullkomni þjálfari fyrir Maradona á sínum tíma. Bilardo fann réttu leikaðferðina sem gerði hans besta leikmanni kleift að blómstra, án þess þó að það kæmi niður á jafnvægi liðsins.Vísir/GettySumarið er tíminn Til að gera langa sögu stutta hefur Messi ekki verið jafn heppinn með þjálfara, fyrr en nú. Alfio Basile, Maradona og Sergio Batista fundu ekki réttu blönduna og þótt það afsaki ekki misjafna frammistöðu hjá Messi á HM 2010 og í Suður-Ameríkukeppninni 2011 – honum mistókst að skora á báðum mótunum þar sem Argentínumenn féllu út í átta liða úrslitum – þá hefur það vafalítið haft sitt að segja. Svo það sé orðað pent, þá er Diego Maradona margt til lista lagt í lífinu, en að þjálfa fótboltalið er ekki eitt af því. Alejandro Sabella, sem tók við argentínska landsliðinu sumarið 2011, virðist hins vegar hafa fundið réttu blönduna. Hann leggur áherslu á sóknarleik og lætur Argentínu spila leikaðferðina 4-3-3, þar sem þeir Sergio Agüero og Gonzalo Higuaín leika við hlið Messis í framlínunni. Sabella gerði þann síðastnefnda strax að fyrirliða landsliðsins og Messi hefur svarað kallinu með 20 mörkum í síðustu 23 leikjum með landsliðinu. Argentína fór örugglega í gegnum Suður-Ameríkuriðilinn og liðið hefur aðeins tapað fjórum af 32 leikjum undir stjórn Sabellas.Markmiðið er einfalt Það telur hins vegar lítið þegar út í alvöruna er komið. Nú er kominn tími fyrir Messi að láta til sín taka á því stóra sviði sem HM er. „Við komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ sagði Messi á dögunum við ESPN. „Við eigum góða möguleika á að gera stóra hluti. Við erum rólegir, en jafnframt fullir tilhlökkunar að reyna að ná markmiðum okkar.“ Markmiðið er einfalt: að vinna HM í fyrsta sinn frá því Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitils í Mexíkó fyrir 28 árum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira