Miklar dansæfingar hafa staðið yfir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 11:30 Hilmar Örn kórstjóri og Patricia Rozario sópransöngkona búa sig undir tónleikana full eftirvæntingar. Fréttablaðið/Daníel „Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti. Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við erum með verk eftir fjögur ung íslensk tónskáld sem eru framtíðarfólkið okkar,“ byrjar Hilmar Örn Agnarsson kórstjóri þegar hann er beðinn að lýsa í stórum dráttum tónleikum Kammerkórs Suðurlands í Hörpu í dag. Hann nefnir fyrst Pál Guðmundsson á Húsafelli sem samdi lagið Ég heilsa þér Kjarval við ljóð eftir afa sinn og nafna. „Páll leikur á flautu sem hann bjó til úr sjö ára gömlum rabarbara og er með hreinum tón eins og úr samblandi af panflautu og trompet,“ segir Hilmar Örn og heldur áfram. „Magga Stína á eitt laganna. Hún hefur verið á æfingum með okkur að elta sándið. Strákurinn minn, Georg Kári, sem er í framhaldsnámi í Bandaríkjunum, er með lag sem heitir Nótt og Vala Gestsdóttir er með yndislegt verk við stórkostlegan texta eftir ömmu sína, móður Þórunnar og Lilju Valdimars. Jack White fékk Sjón til að semja texta við sitt verk sem fjallar um vatn í öllum myndum og miklar dansæfingar hafa staðið yfir hjá kórnum því hann er á hreyfingu meðan hann flytur það.“ Þá er komið að tónlist Sir Johns Tavener og Hilmar Örn nefnir strax Patriciu Rozario sópransöngkonu sem hann segir á heimsmælikvarða. „Patricia frumflutti flest verk Taveners. Ég bauð henni á tónleikana okkar í London í fyrra og það er eins og hún hafi alla tíð þekkt okkur. Hún syngur um hina eilífu sólarupprás og ég fékk barrokkhljómsveit til að spila með henni. Svo höldum við áfram með Tavener, meðal annars Shakespeare-sonnettur hans. Það er frumflutningur á Íslandi og stór viðburður. Sonnetturnar voru það síðasta sem Tavener samdi og í textanum stendur: Ekki syrgja mig þegar ég er farinn. En hann dó þremur dögum áður en við sungum í London.“ Hilmar Örn telur upp fleiri listamenn sem koma fram með kórnum: Adrian Peacock djúpbassasöngvara, Björgu Þórhallsdóttur sópran, Elísabetu Einarsdóttur sópran og Hrólf Sæmundsson barítón. Einnig Tuiv Hirv sópran, sem syngur einsönginn í Shakespeare-sonnettunum. „Ég var að komast að því að Tuiv og Patricia eru miklir vinir.“ segir hann. „Svona eru tengingar í allar áttir.“ Er kórstjórinn ekkert stressaður fyrir svona stórtónleika? „Ég er ótrúlega rólegur. Þetta er svo gott fólk sem er með mér og ég finn fyrir mikilli eftirvæntingu.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 16 í dag í Norðurljósasal Hörpu. Þeir eru á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og verða endurteknir 28. maí í Skálholti.
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira