Tinder - Appið sem allir eru að tala um Kristjana Arnarsdóttir skrifar 24. maí 2014 09:30 Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára. Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 og hefur hægt og bítandi sótt í sig veðrið. Forritið er eins konar stefnumótaapp en það gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann. „Þetta er mjög hentugt fyrir fólk sem er einhleypt því hér á landi er stefnumótamenningin mjög lítil. Mér finnst þetta klárlega vera skref í rétta átt að stefnumótamenningu því þetta gefur fólki færi á því að kynnast manneskju án þess að vera í einhverju ölæði niðri í bæ,“ segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir um snjallsímaforritið Tinder sem sótt hefur í sig veðrið hér á landi undanfarin misseri.Samstarfsfélagar úr Skaftahlíðinni skráðu sig á Tinder. Þessi melding kemur upp ef báðir aðilar smella á hinn víðfræga like-hnapp.Forritið er ekki flókið í notkun en það gefur fólki færi á því að kynnast innbyrðis, svo framarlega sem báðir aðilar sýni áhuga með því að smella á svokallaðan like-hnapp. Forritið er keyrt í gegnum persónubundnar Facebook-síður og er því nánast ómögulegt að villa á sér heimildir. Þegar notandi hefur valið sér prófílmynd og skrifað niður stutta lýsingu á sjálfum sér er hægt að hefja leitina. Tinder er bundið staðsetningu og því koma aðeins upp einstaklingar innan ákveðins kílómetrafjölda en hægt er að fjölga eða fækka kílómetrunum í stillingunum. Einstaklingana velur maður svo einfaldlega með því að smella annaðhvort á „like“ eða „skip“. Ef tveir einstaklingar smella á like-hnappinn hvor hjá öðrum kemur upp melding um að aðilarnir eigi saman og þá opnast spjallgluggi sem gefur fólki færi á því að hefja samræður sín á milli. Auðvelt fyrir þá feimnuAppið, sem kom á markað haustið 2012, hefur náð góðri fótfestu erlendis og er það fáanlegt á 24 tungumálum. Íslendingar virðast einnig vera að taka forritið í sátt en fjölmargir eru nú skráðir inn á síðuna hér á landi. „Mér finnst þetta skemmtilegt og sniðugt. Þetta er eins og hálfgerð stefnumótasíða án þess þó að verða hallærisleg eða tabú að tala um. Ég veit til þess að fólk hafi farið á stefnumót og jafnvel byrjað að deita eftir að hafa kynnst á Tinder,“ segir dagskrárgerðarkonan Sunneva Sverrisdóttir. Hún segir að appið auðveldi þeim sem feimnir eru að nálgast þá sem þeim finnst aðlaðandi. „Margir sjá jafnvel einhvern í bænum sem þeir þora ekki að ganga upp að og heilsa. Þetta er snilldar leið til þess að gefa til kynna að einhver áhugi sé fyrir hendi.“ Það sem þú vissir ekki um TinderForritið skráir að meðaltali um 50.000 'like' á hverri sekúndu. Tinder er til á 24 tungumálum. Að sögn framkvæmdastjóra Tinder hafa rúmlega 100 pör gift sig eftir kynni í gegnum stefnumótaappið. 53% notenda á heimsvísu eru aldrinu 18-24 ára.
Mest lesið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið