Sterkir karakterar í dívuhópnum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 23. maí 2014 16:00 Boudoir Hópurinn er eingöngu skipaður konum eins og nafnið bendir til, en Boudoir þýðir kvennadyngja eða búningsherbergi. „Þetta er ansi blandað prógramm,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir, ein söngkvennanna í Boudoir, spurð um efnisskrá tónleikanna í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. „Svona rjóminn af því sem við höfum verið að æfa í vetur. Við erum flestar einsöngvarar og tökum hver um sig eitt lag. Þau eru úr ýmsum áttum; úr söngleikjum, óperettum, óperum, eða jafnvel bara dægurlög. Kórlögin eru síðan alls konar skemmtilegar útsetningar á þekktum lögum og nokkrar þeirra eru eftir stjórnandann okkar, Julian Hewlett, auk þess sem við syngjum fimm lög eftir hann sjálfan.“ Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður í haust sem leið af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar. Spurð hvort það geti ekki verið erfitt að hafa svona margar dívur í einum kór fer Kristín að hlæja. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman,“ segir hún. „Það eru náttúrulega sterkir karakterar í hópnum, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast klukkan 17 á sunnudaginn en á morgun verður smáupphitun á Hlemmur Square þar sem flutt verða nokkur lög úr efnisskránni. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett og Judith Thorbergsson leikur með á píanó. Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Þetta er ansi blandað prógramm,“ segir Kristín R. Sigurðardóttir, ein söngkvennanna í Boudoir, spurð um efnisskrá tónleikanna í Fella- og Hólakirkju á sunnudaginn. „Svona rjóminn af því sem við höfum verið að æfa í vetur. Við erum flestar einsöngvarar og tökum hver um sig eitt lag. Þau eru úr ýmsum áttum; úr söngleikjum, óperettum, óperum, eða jafnvel bara dægurlög. Kórlögin eru síðan alls konar skemmtilegar útsetningar á þekktum lögum og nokkrar þeirra eru eftir stjórnandann okkar, Julian Hewlett, auk þess sem við syngjum fimm lög eftir hann sjálfan.“ Kvennasönghópurinn Boudoir var stofnaður í haust sem leið af faglærðum söngkonum og konum sem einnig eru starfandi sem einsöngvarar. Spurð hvort það geti ekki verið erfitt að hafa svona margar dívur í einum kór fer Kristín að hlæja. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman,“ segir hún. „Það eru náttúrulega sterkir karakterar í hópnum, en það gerir þetta bara enn skemmtilegra.“ Tónleikarnir í Fella- og Hólakirkju hefjast klukkan 17 á sunnudaginn en á morgun verður smáupphitun á Hlemmur Square þar sem flutt verða nokkur lög úr efnisskránni. Stjórnandi kórsins er Julian Hewlett og Judith Thorbergsson leikur með á píanó.
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira