"Við ætlum ekki að skella bara í lás“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. maí 2014 12:00 Ragnheiður Skúladóttir Fréttablaðið/Valli „Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“ Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Við ætlum ekki að skella bara í lás,“ segir Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, en félagið glímir við fjárhagsvanda og sagði upp öllu starfsfólki á dögunum. „Við ætlum að setja upp sýningu eftir áramót og verðum hugsanlega í samstarfi eða með gestasýningar í haust. Það má ekki gleyma því að það kostar sitt að loka heilu leikhúsi. Það viðheldur sér ekki sjálft,“ útskýrir Ragnheiður og bætir við að leiklistarskólinn sem starfræktur er í húsinu sé einstakur því hann sé tengdur atvinnuleikhúsi. „Við viljum hafa eitthvað í gangi, en það verður með minna móti en verið hefur.“ Orðrómur um að sameina eigi rekstur leikfélagsins, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Menningarfélagsins Hofs hefur verið á kreiki. „Það hafa verið viðræður í gangi um sameiningu. Það er alveg ljóst að Leikfélagið hefur verið að búa til sýningar fyrir hartnær sömu krónutölu og árið 2007. Það gengur ekki upp, það segir sig sjálft. Leikfélagið hefur á síðustu árum verið að greiða upp gamlan skuldahala og í lok þessa leikárs eru eftir tíu milljónir af þeirri skuld við bæinn. Ef þessar eftirstöðvar yrðu felldar niður þá gætum við verið með öfluga starfsemi í haust eins og undanfarin ár.“ Ragnheiður hyggst berjast fyrir auknum fjárframlögum. „Þetta er eins og með önnur fyrirtæki, þegar harðnar á dalnum þá dregur maður saman seglin og gefur svo í þegar búið er að endurskipuleggja.“
Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira