Speglar samtímann og söguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. maí 2014 14:30 "Á veggjunum snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir Rax. Fréttablaðið/GVA „Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Sýningin er svona yfirlit yfir árin. Úr ævintýraferðum og úr sögunni,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari um sýninguna Spegill lífsins, sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið við opnunina því þá verði hann kominn til Grænlands. Á veggjunum eru stórar myndir úr bókunum hans, af heimi og lífsbaráttu veiðimanna á Grænlandi, bænda og sjómanna á Íslandi og í Færeyjum og frá Síberíu. Svo eru fréttamyndir á einum vegg. „Fréttamyndirnar eru frá þeim tíma sem við vorum alltaf á ferðinni,“ segir hann. „Frá Eystrasaltsríkjunum á tímamótum, skipsströndum og eldgosum. Brot af þessu. Nokkuð flott sýnishorn bæði af nýju og gömlu.“ Talandi um gamalt. Ragnar segir þrjá glerkassa á sýningunni með litlum myndum frá því hann var að byrja. „Sumar eru frá Kvískerjum í Öræfum þar sem ég var á sumrin sem strákur. Þar byrjaði þetta allt. Ég smíðaði mér kassa til að vera í við að taka myndir af skúmum á hreiðrum. Þá uppgötvaði ég að fuglar kunna bara að telja upp að einum. Ef ég fór einn í kassann þá settust fuglarnir ekki á hreiðrin en ef Hálfdán eða Helgi á Kvískerjum voru með mér og gengu til baka þá settust fuglarnir og ég gat myndað. Þetta var paradís og þarna hófst minn ferill. Svo kenndi pabbi mér að framkalla þegar ég kom heim.“ Ragnar tekur fram að á veggjunum sé verið að spegla samtímann og söguna. „Þar snýst ekkert um mig heldur það sem ég hef tekið myndir af,“ segir hann ákveðinn. Þess má geta að um þessar mundir kemur út ný ljósmyndabók Ragnars í hinni þekktu frönsku ljósmyndabókaritröð Photo Poche. Hérlendis verður bókin gefin út á ensku af útgefanda Ragnars, Crymogeu. Sýningin í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2014 og stendur til 7. september.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira