Sér landið sem ómálaðan striga Ólöf Skaftadóttir skrifar 21. maí 2014 13:00 Hildur Bjarnadóttir Fréttablaðið/Daníel Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður opnar sýningu í Hverfisgalleríi á morgun klukkan 18. Sýningin heitir Kortlagning lands og þar verða til sýnis ný verk eftir Hildi. „Ég er að kortleggja mjög ákveðið land, nánar tiltekið tveggja hektara landsspildu fyrir austan sem ég er nýbúin að eignast. Landið hefur mikla merkingu fyrir mig og á því hefur ekkert verið byggt eða ræktað. Það er mótað af náttúruöflum og dýralífi. Ég sé þetta fyrir mér eins og ómálaðan striga,“ segir Hildur um sýninguna, en hún hyggst byggja sína framtíð á umræddri landspildu. „Ég nota plöntur almennt í minni myndlist og hér er engin breyting á. Plöntur taka upp og endurspegla þann stað sem þær koma frá. Bæði taka þær umhverfið inn bókstaflega, í gegnum ræturnar og í loftinu í gegnum blöðin og blómin. En plöntur taka líka í sig fólk og menningu og staðinn, sem er ef til vill á huglægari nótum,“ segir Hildur og bætir við. „Þannig að ég nota plöntur mikið sem tengingu við staði og fólk. Þessar plöntur eru ekki hvaða plöntur sem er heldur hafa tenginguna við landið.“ Hildur vinnur svo úr plöntunum liti og litar ullarþræði og silki, auk þess sem hún notar hörþráð sem hún hefur litað með hefðbundinni akrílmálningu. Svo vefur hún saman þræðina og blandar þannig saman tveimur mjög ólíkum heimum. „Mín rannsókn í gegnum þetta er að akríl er manngert og dautt efni en inniheldur alla liti, en plöntuheimurinn er andstæðan og inniheldur takmarkaða litapallettu en inniheldur að sama skapi bókstaflega staðinn sem þær koma frá og hafa allt aðra dýpt og merkingu,“ segir Hildur að lokum og bætir við að þessar tvær andstæður, náttúrulegu litirnir og gervilitirnir, dragi fram einkenni hverjir annars. Hildur dregur fram plönturnar í forgrunn á sýningunni með því að nefna verkin eftir þeim. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hildur Bjarnadóttir myndlistarmaður opnar sýningu í Hverfisgalleríi á morgun klukkan 18. Sýningin heitir Kortlagning lands og þar verða til sýnis ný verk eftir Hildi. „Ég er að kortleggja mjög ákveðið land, nánar tiltekið tveggja hektara landsspildu fyrir austan sem ég er nýbúin að eignast. Landið hefur mikla merkingu fyrir mig og á því hefur ekkert verið byggt eða ræktað. Það er mótað af náttúruöflum og dýralífi. Ég sé þetta fyrir mér eins og ómálaðan striga,“ segir Hildur um sýninguna, en hún hyggst byggja sína framtíð á umræddri landspildu. „Ég nota plöntur almennt í minni myndlist og hér er engin breyting á. Plöntur taka upp og endurspegla þann stað sem þær koma frá. Bæði taka þær umhverfið inn bókstaflega, í gegnum ræturnar og í loftinu í gegnum blöðin og blómin. En plöntur taka líka í sig fólk og menningu og staðinn, sem er ef til vill á huglægari nótum,“ segir Hildur og bætir við. „Þannig að ég nota plöntur mikið sem tengingu við staði og fólk. Þessar plöntur eru ekki hvaða plöntur sem er heldur hafa tenginguna við landið.“ Hildur vinnur svo úr plöntunum liti og litar ullarþræði og silki, auk þess sem hún notar hörþráð sem hún hefur litað með hefðbundinni akrílmálningu. Svo vefur hún saman þræðina og blandar þannig saman tveimur mjög ólíkum heimum. „Mín rannsókn í gegnum þetta er að akríl er manngert og dautt efni en inniheldur alla liti, en plöntuheimurinn er andstæðan og inniheldur takmarkaða litapallettu en inniheldur að sama skapi bókstaflega staðinn sem þær koma frá og hafa allt aðra dýpt og merkingu,“ segir Hildur að lokum og bætir við að þessar tvær andstæður, náttúrulegu litirnir og gervilitirnir, dragi fram einkenni hverjir annars. Hildur dregur fram plönturnar í forgrunn á sýningunni með því að nefna verkin eftir þeim. Sýningin er liður í dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira