Vinnustofa um þrívíða sköpun og tækni Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. maí 2014 12:00 Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Embla Vigfúsdóttir "Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu.“ Vísir/Vilhelm Listahátíð er sett á fimmtudaginn og þá byrjum við að vinna í lifandi vinnustofu og verðum að vinna næstu tvær vikur,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður, sem er forsprakki og sýningarstjóri sýningarinnar Í þínar hendur – þrívíð sköpun og tækni sem hefst í Galleríi Sparki á morgun. „Fólk getur svo komið inn af götunni, gengið um og séð hvernig svona skapandi ferli verður til. Í lok hvers dags munum við síðan þrívíddarprenta það sem orðið hefur til þann daginn.“ Guðrún Lilja hefur sett saman þverfaglegt hönnunarteymi í hönnunargalleríinu Sparki við Klapparstíg. Þar verður unnið með þrívíða prentun og kannað hvaða möguleikar fylgja slíkri tækni. Að verkefninu standa Ólafur Ómarsson, vöruhönnuður og tölvunarfræðingur, Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður, Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður, myndlistarmennirnir Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Ragnar Már Nikulásson, auk tveggja nema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, þeirra Elsu Dagnýjar Ásgeirsdóttur og Auðar Inez Sellgren. „Það verður mikið um tilraunir og þróanir og það er ferlið sjálft sem áherslan er á,“ segir Guðrún Lilja. „Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu. Þann 5. júní verður síðan lokahóf þar sem afraksturinn verður tekinn saman.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Studiobility ehf., Listahátíðar í Reykjavík og Hönnunarsjóðs Auroru og Spark er opið virka daga frá klukkan 10 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listahátíð er sett á fimmtudaginn og þá byrjum við að vinna í lifandi vinnustofu og verðum að vinna næstu tvær vikur,“ segir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir hönnuður, sem er forsprakki og sýningarstjóri sýningarinnar Í þínar hendur – þrívíð sköpun og tækni sem hefst í Galleríi Sparki á morgun. „Fólk getur svo komið inn af götunni, gengið um og séð hvernig svona skapandi ferli verður til. Í lok hvers dags munum við síðan þrívíddarprenta það sem orðið hefur til þann daginn.“ Guðrún Lilja hefur sett saman þverfaglegt hönnunarteymi í hönnunargalleríinu Sparki við Klapparstíg. Þar verður unnið með þrívíða prentun og kannað hvaða möguleikar fylgja slíkri tækni. Að verkefninu standa Ólafur Ómarsson, vöruhönnuður og tölvunarfræðingur, Embla Vigfúsdóttir leikjahönnuður, Jón Helgi Hólmgeirsson vöruhönnuður, myndlistarmennirnir Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Ragnar Már Nikulásson, auk tveggja nema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands, þeirra Elsu Dagnýjar Ásgeirsdóttur og Auðar Inez Sellgren. „Það verður mikið um tilraunir og þróanir og það er ferlið sjálft sem áherslan er á,“ segir Guðrún Lilja. „Við vitum ekkert hvað kemur út úr þessu á endanum heldur er þetta bara frábært fagfólk að vinna saman í vinnustofu. Þann 5. júní verður síðan lokahóf þar sem afraksturinn verður tekinn saman.“ Verkefnið er samstarfsverkefni Studiobility ehf., Listahátíðar í Reykjavík og Hönnunarsjóðs Auroru og Spark er opið virka daga frá klukkan 10 til 18 og laugardaga frá 12 til 16.
Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira