Menning

Verðlaunahöfundur í Iðu Zimsen

Marcello di Cintio Kanadíski verðlaunahöfundurinn heldur fyrirlestur og svarar spurningum í Iðu Zimsen.
Marcello di Cintio Kanadíski verðlaunahöfundurinn heldur fyrirlestur og svarar spurningum í Iðu Zimsen.

Kanadíski rithöfundurinn Marcello di Cintio mun halda erindi um nýútkomna bók sína, Walls: Travels Along the Barricades, í Iðu Zimsen á sunnudaginn klukkan 18. Bókin er ferðasaga höfundar af sagnfræðilegum og pólitískum toga og fjallar um múra í nútímaþjóðfélögum víða um heim.

Rauður þráður bókarinnar er fólkið sem býr í námunda við þessa múra, fólkið sem vill viðhalda þeim, fólkið sem vill rífa þá niður, fólkið sem finnur gloppur í þeim og listamennirnir sem umbreyta þeim. Höfundurinn ferðaðist víða við vinnslu bókarinnar, meðal annars til Belfast, Marokkós, Sahara og Vesturbakkans. Di Cintio hlaut Shaughnessy Cohen-verðlaunin í fyrra fyrir bókina en verðlaunin eru veitt fyrir pólitísk skrif árlega og er það rithöfundasamband Kanada sem úthlutar.

Viðburðinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og munu umræður fara fram að erindinu loknu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.