Lífið

Dagur í Lífi Söru Maríu

Marín Manda skrifar
Sara María Júlíudóttir hannar fyrir Forynju og hefur nóg fyrir stafni þessa dagana. Dagarnir eru að sjálfsögðu misjafnir og fékk Lífið að fylgjast með einum viðburðarmiklum degi í lífi hennar.

„Þessa dagana er ég að taka nánast alla silkiprentrammana mína og taka smá vorhreingerningu á þá og það þýðir eiturefni, grímur og að lofta vel út."

 

„Það er alltaf fullt af fólki sem kemur í heimsókn á vinnustofuna okkar á leiðinni út á Nes en þessi gaur var ekkert sérstaklega hrifinn af Newton sem hoppaði af spennu eins og sjá má á spegilmyndinni hans."

 

Ásta Kristjánsdóttir, vinkona mín, er að taka myndir fyrir herferð fyrir Amnesty International sem ég er að stílisera með henni og hér erum við með Andreu Marín sem er eitt módelið okkar."

 

Newton, hundurinn minn, varð að bíða heima á meðan ég fór í tökur fyrir Amnesty International en það klikkar ekki að hann bíður í forstofunni þegar ég kem heim."

 

„Gott mál-dagur hjá Hagaskóla og ég fór að hitta Dóróteu dóttur mína og vinkonur hennar sem voru svakalega duglegar að safna peningum."

 

„Dórótea var að fermast og Natan kom suður í tilefni þess, hann er nefnilega fluttur norður til pabba síns. Þessi mynd var tekin rétt áður en við duttum í kitlustríð sem er tekið mjög alvarlega á okkar heimili og haft í hávegum." 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×