Bók fyrir sjálfan mig tvítugan Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 10:00 Anton Helgi: "Mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney.“ Vísir/GVA Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa bók og stoltur af henni,“ segir Anton Helgi Jónsson þegar honum er óskað til hamingju með nýju ljóðabókina, Tvífari gerir sig heimakominn. „Ég náði held ég ýmsu sem mig hefur lengi langað til að gera og það var ýmislegt sem kom heim og saman.“ Beðinn um dæmi segir Anton Helgi: „Til dæmis eins og að leika mér með ýmsar myndlíkingar þannig að þær verði skemmtilegar um leið og þær eru hversdagslegar í hversdagslegu umhverfi, eins og í fyrsta ljóðinu um verslunarferð þar sem tilgangur lífsins mætir á svæðið.“ Ljóðin í bókinni eru nánast öll tengd Reykjavík og því eðlilegt að spyrja hvort Anton Helgi sé tekinn við af Tómasi Guðmundssyni sem Reykjavíkurskáld. „Það held ég varla, þau eru svo mörg fremri mér í því,“ segir Anton og hlær. „En mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney sem kom út upp úr aldamótunum og þegar ég las í gegnum það þá allt í einu mundi ég hvað það var sem hafði sterkust áhrif á mann þegar maður var krakki og unglingur og að mig hafði langað að gera svona bók þegar ég var rúmlega tvítugur. Kannski má segja að þessi bók sé ort fyrir sjálfan mig tvítugan.“ Anton Helgi heldur því fram að þetta sé að mörgu leyti gamaldags ljóðabók eins og marka megi af tilvitnuninni í McCartney sem eru einkunnarorð hennar. „Ég er að nota alls konar trix sem ekki hafa verið mikið uppi á yfirborðinu á undanförnum árum og andblær sjöunda áratugarins er mjög sterkur í bókinni. Þó ég geti ekki annað en vonað að hún höfði til ungs fólks þá er mjög greinilegt að þarna skrifar gamall karl sem horfir um öxl.“ Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.“ Og af því stafar þessi nostalgía eftir sjöunda áratugnum? En þá varst þú bara barn. „Já, verður maður ekki fyrir sterkustu áhrifunum þegar maður er barn og unglingur? Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá lögðust þeir á mig með fullum þunga Dylan, Bítlarnir, Stones og bara öll sú familía og ég hef að einhverju leyti verið staddur í þeim tíma síðan.“ Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Ég verð að segja að ég er mjög ánægður með þessa bók og stoltur af henni,“ segir Anton Helgi Jónsson þegar honum er óskað til hamingju með nýju ljóðabókina, Tvífari gerir sig heimakominn. „Ég náði held ég ýmsu sem mig hefur lengi langað til að gera og það var ýmislegt sem kom heim og saman.“ Beðinn um dæmi segir Anton Helgi: „Til dæmis eins og að leika mér með ýmsar myndlíkingar þannig að þær verði skemmtilegar um leið og þær eru hversdagslegar í hversdagslegu umhverfi, eins og í fyrsta ljóðinu um verslunarferð þar sem tilgangur lífsins mætir á svæðið.“ Ljóðin í bókinni eru nánast öll tengd Reykjavík og því eðlilegt að spyrja hvort Anton Helgi sé tekinn við af Tómasi Guðmundssyni sem Reykjavíkurskáld. „Það held ég varla, þau eru svo mörg fremri mér í því,“ segir Anton og hlær. „En mig hefur lengi langað til að gera borgarljóðabók og það sem ýtti við mér var að fyrir nokkrum árum eignaðist ég ljóða- og textasafn Pauls McCartney sem kom út upp úr aldamótunum og þegar ég las í gegnum það þá allt í einu mundi ég hvað það var sem hafði sterkust áhrif á mann þegar maður var krakki og unglingur og að mig hafði langað að gera svona bók þegar ég var rúmlega tvítugur. Kannski má segja að þessi bók sé ort fyrir sjálfan mig tvítugan.“ Anton Helgi heldur því fram að þetta sé að mörgu leyti gamaldags ljóðabók eins og marka megi af tilvitnuninni í McCartney sem eru einkunnarorð hennar. „Ég er að nota alls konar trix sem ekki hafa verið mikið uppi á yfirborðinu á undanförnum árum og andblær sjöunda áratugarins er mjög sterkur í bókinni. Þó ég geti ekki annað en vonað að hún höfði til ungs fólks þá er mjög greinilegt að þarna skrifar gamall karl sem horfir um öxl.“ Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.“ Og af því stafar þessi nostalgía eftir sjöunda áratugnum? En þá varst þú bara barn. „Já, verður maður ekki fyrir sterkustu áhrifunum þegar maður er barn og unglingur? Þegar ég var þrettán, fjórtán ára þá lögðust þeir á mig með fullum þunga Dylan, Bítlarnir, Stones og bara öll sú familía og ég hef að einhverju leyti verið staddur í þeim tíma síðan.“
Menning Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira