Læra að teikna drauma sína Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2014 14:00 „Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna,“ segir Guðríður. Fréttablaðið/Pjetur „Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ef maður ætlar að verða góður myndasöguhöfundur þarf eflaust meiri æfingu en tveggja tíma námskeið en finnski myndasögusmiðurinn Petri Koikkalainen ætlar að kenna krökkum undirstöðuatriðin í dag milli klukkan hálffjögur og hálfsex,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir, verkefnisstjóri í Borgarbókasafninu, aðalsafni. Námskeiðið ber yfirskriftina Draumasmiðja en að sögn Guðríðar verður lögð áhersla á að kenna börnum að láta drauma sína verða að myndasögum og til þess fá þau verkfæri á staðnum. „Hann Petri ætlar að sýna þeim hvernig þau gera teikningu að myndasögu. Það er ekki nóg að vera klár að teikna, það þarf líka að búa til söguna.“ En hvaða tungumál talar Petri Koikkalainen? „Hann talar ensku,“ svarar Guðríður. „Svo er hún Kristín Arngrímsdóttir aðstoðarkona hjá honum og túlkur. Það er ekki ætlast til að þátttakendur kunni ensku en margir krakkar eru reyndar mjög klárir í henni.“ Myndasögusmiðjan er í tengslum við norrænu myndasögusýninguna sem var opnuð á Borgarbókasafninu í Tryggvagötu 15 í gær. Þar eru verk níu listamanna frá Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum, þau eru öll í myndasögutímaritinu Dreambuddies – new children's comics from the north. Smiðjan hentar börnum á aldrinum níu til tólf ára en takmarkaður aðgangur er að henni og því er nauðsynlegt að skrá sig hjá thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is. Viðburðurinn er hluti af barnamenningarhátíðinni. Dagskrá hennar má sjá hér.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira