Meta-Moyes kveður Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2014 06:00 Stjóratíð Davids Moyes hefur verið skelfileg Fréttablaðið/Getty Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra. Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20
Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45
Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34
Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45
Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30
Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00