Meta-Moyes kveður Old Trafford Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2014 06:00 Stjóratíð Davids Moyes hefur verið skelfileg Fréttablaðið/Getty Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra. Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Manchester United tilkynnti snemma í gær það sem virtist vera orðið nokkuð augljóst á mánudaginn: David Moyes hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri félagsins eftir tæpt ár í starfi en hann tók formlega við 1. júní á síðasta ári. Stjóratíð hans hefur verið hörmung nánast frá fyrsta degi til þess síðasta en liðið endar tímabilið án titils og fyrir utan Meistaradeildarsæti í fyrsta sinn í 24 ár. Það var kannski við hæfi að hann skildi missa starfið eftir tap gegn Everton, liðinu sem hann kom aftur til vegs og virðingar. Enginn stjóri hjá Manchester United hefur enst í styttri tíma en David Moyes en hann var aðeins 10 mánuði í starfi. Fara þarf aftur til leiktíðarinnar 1931-32 til að finna styttri dvöl en þá stýrði Walter Crickmer United í 43 leikjum, sex leikjum færri en Moyes. Vandræði Moyes hófust strax síðasta sumar þegar ekkert gekk á félagaskiptamarkaðnum. Sama hvað United reyndi þá vildi engin stjarna koma til félagsins. Nánast frá fyrsta leik til hins síðasta hafa stuðningsmenn Manchester United meira og minna verið efins um hæfni Moyes en það virtist spila verr og verr með hverjum leiknum. Skotinn virtist alveg ráðalaus. Moyes er búinn að slá hvert metið sem enginn stjóri United vill eiga á fætur öðru. Lið sem höfðu ekki unnið á Old Trafford í áratugi mættu og unnu tiltölulega auðvelda sigra og þá gat United-liðið varla fengið stig spilaði það á móti liði fyrir ofan sig í töflunni. Talað var um að Moyes ætti að fá tíma til að byggja upp og því líkt við þegar Sir Alex Ferguson tók við félaginu árið 1986. En þetta er ekki samanburðarhæft. Ferguson tók við liði sem hafði spilað undir getu í mörg ár og glímdi við allskonar vandamál. David Moyes tók við ríkjandi Englandsmeisturum. Í nútímanum, þegar peningar skipta jafnmiklu máli og raun ber vitni í fótboltanum, verður engin 26 ára þolinmæði sama þó félag haldi það hafi fundið nýjan Messías. Félag á hlutabréfamarkaði sem treystir á Meistaradeild, keppni sem það verður ekki í á næsta ári, getur ekki beðið eftir að vont verði skárra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45 Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30 Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00 Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20
Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Manchester United gat ekkert annað gert en rekið David Moyes þegar litið er á viðskiptahlið félagsins segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool en það verður ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. 22. apríl 2014 13:45
Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34
Borðinn gæti endað á safni "Sá útvaldi“ stendur á frægum borða sem hefur prýtt stúku Old Trafford, leikvang Manchester United. 22. apríl 2014 16:45
Ancelotti vorkennir Moyes Carlo Ancelotti segir að það hafi komið sér á óvart að Manchester United hafi ákveðið að reka David Moyes. 22. apríl 2014 14:30
Rýr uppskera hjá Man. United á móti sex efstu liðunum Manchester United á ekki lengur tölfræðilegan möguleika á því að ná Meistaradeildarsæti eftir 0-2 tap á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í gær. 21. apríl 2014 07:00