Gerði útslagið að komast ekki í Meistaradeildina Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. apríl 2014 13:45 David Moyes hefur lokið störfum hjá Manchester United. Vísir/Getty Christian Purslow, fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool, segir að David Moyes hafi verið rangur maður á röngum tíma hjá Manchester United. Skotinn var rekinn í dag, sléttu ári eftir að United vann 20. Englandsmeistaratitilinn, en liðið kemst ekki í Meistaradeildina og mun enda með fæst stig í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Purslow var við störf hjá Liverpool þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina og þekkir vel til pressunnar sem fylgir því að vera ekki í þessari stærstu keppni álfunnar. Að komast ekki í hana spilaði stóra rullu í brottrekstri Moyes. „Þegar United tapaði fyrir Everton á sunnudaginn var það tölfræðilega útilokað fyrir liðið að komast í Meistaradeildina en skilaboðin frá Glazer-feðgum voru að það væri lágmarkið,“ sagði Purslow við Sky Sports News í dag. „United vann deildina með ellefu stiga mun í fyrra. Í verstu martröðum sínum gat þeim ekki hafa dottið í hug að það yrði ekki einu sinni með í Meistaradeildinni næsta vetur.“ „Þetta lið hefur endað í tveimur efstu sætum úrvalsdeildarinnar 18 sinnum á 21 tímabili í úrvalsdeildinni og aldrei endað neðar en í þriðja sæti. Ég er nokkuð viss um að enginn hafi búist við frammistöðu eins og liðið hefur sýnt á þessu tímabili.“ „Frá viðskiptalegu sjónarhorni - sem þetta allt snýst um - þá er félagið byggt í kringum það að vera að spila á þriðjudögum og miðvikudögum á þessum tíma ársins gegn Real Madrid, Barcelona og Bayern München. Styrktaraðilarnir búast við því og samningar leikmanna liðsins endurspegla það. Það sem er að gerast núna skaðar félagið,“ sagði Christian Purslow. Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Klopp fer hvergi Forráðamenn þýska liðsins Dortmund fulllyrða að Jürgen Klopp muni ekki fara frá félaginu til að taka við stjórn Manchester United. 22. apríl 2014 08:35 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Ár liðið frá síðasta titli United Manchester United rak David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra í dag, sléttu ári eftir að liðið tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil frá upphafi. 22. apríl 2014 10:26 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Christian Purslow, fyrrverandi framkvæmdastjóri Liverpool, segir að David Moyes hafi verið rangur maður á röngum tíma hjá Manchester United. Skotinn var rekinn í dag, sléttu ári eftir að United vann 20. Englandsmeistaratitilinn, en liðið kemst ekki í Meistaradeildina og mun enda með fæst stig í sögu félagsins í ensku úrvalsdeildinni. Purslow var við störf hjá Liverpool þegar liðinu mistókst að komast í Meistaradeildina og þekkir vel til pressunnar sem fylgir því að vera ekki í þessari stærstu keppni álfunnar. Að komast ekki í hana spilaði stóra rullu í brottrekstri Moyes. „Þegar United tapaði fyrir Everton á sunnudaginn var það tölfræðilega útilokað fyrir liðið að komast í Meistaradeildina en skilaboðin frá Glazer-feðgum voru að það væri lágmarkið,“ sagði Purslow við Sky Sports News í dag. „United vann deildina með ellefu stiga mun í fyrra. Í verstu martröðum sínum gat þeim ekki hafa dottið í hug að það yrði ekki einu sinni með í Meistaradeildinni næsta vetur.“ „Þetta lið hefur endað í tveimur efstu sætum úrvalsdeildarinnar 18 sinnum á 21 tímabili í úrvalsdeildinni og aldrei endað neðar en í þriðja sæti. Ég er nokkuð viss um að enginn hafi búist við frammistöðu eins og liðið hefur sýnt á þessu tímabili.“ „Frá viðskiptalegu sjónarhorni - sem þetta allt snýst um - þá er félagið byggt í kringum það að vera að spila á þriðjudögum og miðvikudögum á þessum tíma ársins gegn Real Madrid, Barcelona og Bayern München. Styrktaraðilarnir búast við því og samningar leikmanna liðsins endurspegla það. Það sem er að gerast núna skaðar félagið,“ sagði Christian Purslow.
Enski boltinn Tengdar fréttir Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20 Klopp fer hvergi Forráðamenn þýska liðsins Dortmund fulllyrða að Jürgen Klopp muni ekki fara frá félaginu til að taka við stjórn Manchester United. 22. apríl 2014 08:35 Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34 Ár liðið frá síðasta titli United Manchester United rak David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra í dag, sléttu ári eftir að liðið tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil frá upphafi. 22. apríl 2014 10:26 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Giggs tekur við þar til nýr stjóri verður ráðinn Manchester United hefur tilkynnt að Ryan Giggs muni taka tímabundið við stjórn liðsins eftir að David Moyes var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra. 22. apríl 2014 09:20
Klopp fer hvergi Forráðamenn þýska liðsins Dortmund fulllyrða að Jürgen Klopp muni ekki fara frá félaginu til að taka við stjórn Manchester United. 22. apríl 2014 08:35
Brottrekstur Moyes staðfestur Manchester United hefur staðfest að félagið hafi sagt knattspyrnustjóranum David Moyes upp störfum. 22. apríl 2014 07:34
Ár liðið frá síðasta titli United Manchester United rak David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra í dag, sléttu ári eftir að liðið tryggði sér sinn 20. Englandsmeistaratitil frá upphafi. 22. apríl 2014 10:26