Barnakórar, Passíusálmar og nýtt íslenskt tónverk verður frumflutt Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 12:30 Schola cantorum. Á tónleikum á annan í páskum flytur kórinn nýtt tónverk Hreiðars Inga Þorsteinssonar við ljóð Hallgríms Péturssonar. Mynd/Gunnar Freyr Steinsson Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgarsvæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykjavík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Eggertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menningarnótt í ágúst síðastliðnum,“ segir Tómas. „Við höfum í gegnum árin notið mikillar velvildar frá Agli Ólafssyni og hann verður einnig með okkur í ár. Á meira að segja einn af sálmunum sem við syngjum.“ Tónleikarnir eru um einnar klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkjunni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis. Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgelverk milli lestra. Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefjast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstaklega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páskakantata Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Söngvahátíð barnanna verður haldin í Hallgrímskirkju í dag klukkan 17. Eins og undanfarin ár munu um 100 börn úr sex kórum af höfuðborgarsvæðinu syngja ásamt Lögreglukórnum í Reykjavík og djasshljómsveit. Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvararnir Auður Guðjohnsen og Egill Ólafsson og stjórnandi Tómas Guðni Eggertsson. „Megináherslan á þessum tónleikum er á sex nýja íslenska sálma sem voru sérpantaðir af tónmenntasjóði kirkjunnar og frumfluttir á Menningarnótt í ágúst síðastliðnum,“ segir Tómas. „Við höfum í gegnum árin notið mikillar velvildar frá Agli Ólafssyni og hann verður einnig með okkur í ár. Á meira að segja einn af sálmunum sem við syngjum.“ Tónleikarnir eru um einnar klukkustundar langir og er aðgangur ókeypis. Á morgun, föstudaginn langa, verður í kirkjunni heildarflutningur á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Lesið verður frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis. Umsjón með lestrinum hafa Ævar Kjartansson og dr. Þórunn Sigurðardóttir. Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur orgelverk milli lestra. Á mánudaginn efnir Listvinafélagið í fyrsta sinn til páskatónleika á annan í páskum og hefjast þeir klukkan 20. Frumflutt verður verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson, sem samið er sérstaklega í tilefni af Hallgrímsárinu, Páskakantata Hallgríms fyrir kammerkór, einsöngvara og orgel. Flytjendur eru kammerkórinn Schola cantorum og einsöngvarar úr þeirra hópi ásamt Birni Steinari Sólbergssyni orgelleikara. Gestastjórnandi er Hreiðar Ingi Þorsteinsson.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira