Lífsganga að vissu leyti Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:00 "Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir Ragnheiður. Vísir/Valli „Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er að lýsa því hvernig er að takast á við erfiða líðan, ganga í gegnum eitthvað, skoða það og endurfæðast í gegnum reynsluna. Þetta er svona lífsganga eða þroskasaga að vissu leyti,“ segir Ragnheiður Guðmundsdóttir myndlistarmaður um sýninguna Endurfæðing hjartans sem hún opnar í Grafíksalnum í Tryggvagötu 17 á laugardaginn. Myndirnar hennar eru unnar með blandaðri tækni, á mörkum textíls og málverks, og í þeim birtast vangaveltur Ragnheiðar um hvort vitundin búi í hjartanu eða heilanum. „Fólk þarf að hlusta á hjartað,“ segir hún og meinar það. Ragnheiður útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2000 og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum. Þetta er þriðja einkasýningin. Hún er búin að koma sér upp vinnustofu á Kársnesinu í Kópavogi og er ein þeirra sem reka Anarkíu listasal, þar sem hún hefur bæði verið með einkasýningu og tekið þátt í samsýningu með öðrum. Ragnheiður er andleg í túlkunum sínum á eigin verkum. „Þegar ég fór að vinna að sýningunni fann ég að hún tengist svolítið páskunum. Þar er svo mikið af táknum.“ Eftir opnun verður sýningin Endurfæðing hjartans í sal Íslenskrar grafíkur opin fimmtudaga til sunnudaga milli klukkan 14 og 18.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira