Bók bókanna sýnd í ýmsum útgáfum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 14:30 "Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir Nanna Lind sem hér er með Eiríki Arnari. Mynd/Auðunn Níelsson Mynd/Auðunn Níelsson „Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira