Kóngurinn í kóngsins Kaupinhafn Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. mars 2014 11:05 Bubbi Morthens kemur fram á Friggjartónlistarhátíðinni í Kaupmannahöfn í maí. fréttablaðið/gva „Jú, jú, ég er að spila á hátíðinni og ætla taka með mér litla hljómsveit,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann kemur fram á tónlistarhátíð sem ber nafnið Frigg og fer hún fram í kóngsins Kaupmannahöfn dagana 9. og 10. maí. Hátíðin er ný af nálinni og kemur fram fjöldi tónlistarmanna frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Bubbi er ekki eini íslenski listamaðurinn sem fram kemur á hátíðinni því hljómsveitirnar Kaleo, Vök og Hjálmar spila einnig á Friggjarhátíðinni. Þá koma meðal annars fram danska söngkonan Medina, færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir og færeyska rokkhljómsveitin Týr. „Ég veit voða lítið um hátíðina en þetta verður skemmtilegt,“ segir Bubbi en hann hefur alloft komið fram í Kaupmannahöfn. Hugmyndin á bak við hátíðina er að skapa nægtahorn góðrar tónlistar frá Færeyjum og öðrum löndum í Norður-Atlantshafi og krydda hana með forvitnilegum mat og annarri norrænni menningu. Frumkvæðið að hátíðinni áttu þeir Steintór Rasmussen og Hans Petur í Brekkunum. Hans Petur er saxófónleikari og veitir Færeyjahúsinu í Kaupmannahöfn forstöðu en Steintór er stofnandi Sumarhátíðarinnar í Klakksvík. Friggjarhátíðin gæti varla verið meira miðsvæðis því hún fer fram í hjarta Kaupmannahafnar, nánar tiltekið í Kongens Have. Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Jú, jú, ég er að spila á hátíðinni og ætla taka með mér litla hljómsveit,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en hann kemur fram á tónlistarhátíð sem ber nafnið Frigg og fer hún fram í kóngsins Kaupmannahöfn dagana 9. og 10. maí. Hátíðin er ný af nálinni og kemur fram fjöldi tónlistarmanna frá Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Bubbi er ekki eini íslenski listamaðurinn sem fram kemur á hátíðinni því hljómsveitirnar Kaleo, Vök og Hjálmar spila einnig á Friggjarhátíðinni. Þá koma meðal annars fram danska söngkonan Medina, færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir og færeyska rokkhljómsveitin Týr. „Ég veit voða lítið um hátíðina en þetta verður skemmtilegt,“ segir Bubbi en hann hefur alloft komið fram í Kaupmannahöfn. Hugmyndin á bak við hátíðina er að skapa nægtahorn góðrar tónlistar frá Færeyjum og öðrum löndum í Norður-Atlantshafi og krydda hana með forvitnilegum mat og annarri norrænni menningu. Frumkvæðið að hátíðinni áttu þeir Steintór Rasmussen og Hans Petur í Brekkunum. Hans Petur er saxófónleikari og veitir Færeyjahúsinu í Kaupmannahöfn forstöðu en Steintór er stofnandi Sumarhátíðarinnar í Klakksvík. Friggjarhátíðin gæti varla verið meira miðsvæðis því hún fer fram í hjarta Kaupmannahafnar, nánar tiltekið í Kongens Have.
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“