Einangrun Íslands frá tískuheiminum Baldvin Þormóðsson skrifar 26. mars 2014 09:10 Hildur Yeoman teiknaði fötin á fyrirsæturnar. Börkur Sigþórsson „Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér. HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
„Sýningin Línur, sem er hluti af HönnunarMars, tekur fyrir einangrun Íslands frá alþjóðlega tískuheiminum og veltir því upp hvort og hvernig fjarlægðin útilokar okkur eyjaskeggja úr heimi hátískunnar,“ segir þríeykið Ellen Loftsdóttir, Hildur Yeoman og Börkur Sigþórsson um sýningu sína Línur sem opnar á morgun í Hörpu. Ellen segir hugmyndina hafa kviknað þegar hún flutti heim eftir að hafa verið búsett og unnið sem stílisti í London. „Þegar ég flutti heim fannst mér úrvalið og fjölbreytileikinn í fatnaði mjög takmarkaður sem gerði mína vinnu talsvert erfiðari. Ég hafði vanist mun greiðara aðgengi að hátískufatnaði.“ segir Ellen. „Út frá þessum takmörkunum fæddist þessi hugmynd að taka nektarmyndir af íslenskum fyrirsætum, velja hátískufatnað af netinu og fá Hildi Yeoman, einn af okkar bestu tískuteiknurum, til að klæða fyrirsæturnar með teikningum sínum. Útkoman er áhugaverð blanda þessara tveggja tjáningarforma myndlistar og ljósmyndunar,“ segir Ellen. Hún fékk síðan ljósmyndarann Börk Sigþórsson til þess að taka myndir af fyrirsætunum Kolfinnu Kristófersdóttir, Andreu Röfn Jónasdóttir og Eddu Óskars frá Eskimó models. Förðun og hár var síðan í höndum Fríðu Maríu Harðardóttur. Leiðrétt: Villa var í Fréttablaðinu í dag en sýningin opnar á fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 í Hörpu og verður opin yfir alla helgina.Hægt er að melda sig á Facebook viðburð sýningarinnar hér.
HönnunarMars Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Lífið Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira