Setja óperuna í skondinn búning Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. mars 2014 09:00 Bylgja Dís Gunnarsdóttir í hlutverki nornarinnar bragðar á kjötsúpunni. Mynd/ Sigurlaug Knudsen Stefánsdóttir Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Allir þekkja söguna um Hans og Grétu. Óp-hópurinn vill kynna heim óperunnar fyrir börnum á skemmtilegan og ævintýralegan hátt og sýnir barnaóperuna um þau Hans og Grétu tvívegis á morgun í Salnum, klukkan 11 og klukkan 13.30. Sýningin er um klukkustundarlöng, verkið var stytt í þeim tilgangi að gera það aðgengilegra fyrir börn á öllum aldri. Tónlist Humperdincks og texti systur hans, Adelheid Wette, setja óperuna Hans og Grétu í skondinn búning en um leið vekur hún fólk sterkt til umhugsunar um lífið og tilveruna. Í tónlistinni leynast stef sem eru Íslendingum góðkunn eins og Það búa litlir dvergar í björtum sal. Þegar að þeim hluta sýningarinnar kemur er gestum boðið að taka þátt og syngja með. Í uppsetningarferlinu íslenskaðist fleira en texti óperunnar því fjölskyldan rekur lopaverkstæði og nornin er ekki með bakaraofn eins og í upphaflegu sögunni heldur risastóran pott sem hún notar til að sjóða kjötsúpu. Leikstjóri er Maja Jantar. Hún er hollensk en gift Íslendingi og því með sterk tengsl við landið. Hún hefur sérhæft sig í uppsetningu barnaópera. Ekkert hlé er á sýningunni en hún verður samt brotin upp því 2. þáttur verður sýndur í anddyri Salarins og er því foreldrum, öfum og ömmum bent á að gott getur verið að kippa með sér púðum til að sitja á í öðrum þætti. Sýningar eru líka fyrirhugaðar sunnudaginn 30. mars klukkan 13.30 og 16.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira