Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 12:00 Margrét Vilhjálmsdóttir Vísir/Pjetur Við Margrét höfum mælt okkur mót í Brimhúsinu við höfnina þar sem hún undirbýr uppfærslu á stóru verkefni; Fantastar, sem er samvinnuverkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga og verður frumsýnt á Listahátíð í vor. Hún segir undirbúninginn hafa staðið í allt að fimmtán ár og búið sé að vinna í verkinu í þrjú ár. Áhuginn og eldmóðurinn leynir sér ekki þar sem hún teymir mig um húsið á milli fiskikassa og lyftara og sér greinilega fyrir sér eitthvað allt annað en ég, enda búin að umskapa umhverfið í huga sér þannig að hún sér fyrir sér fullmótaða sýningu. Fantastar verður síðasta verkefni Margrétar á Íslandi í bili því strax að því loknu flytur hún til Berlínar þar sem maður hennar, Egill Heiðar Anton Pálsson, er orðinn prófessor við hinn virta leiklistarháskóla Ernst Busch. Með þeim fara börnin þeirra tvö sem þau tóku að sér fyrir tveimur árum. „Já, við erum að fara fjölskyldan, þau eru meira að segja að fara á undan mér strax í næstu viku, svo mamma geti unnið allan sólarhringinn. Við erum reyndar vön því að vera sitt á hvorum staðnum því Egill vinnur aðallega erlendis, en nú ætlum við sem sagt öll að búa í Prenzlauerberg, búin að finna íbúð og leikskóla, þannig að við erum rosalega spennt. Ég hlakka sérstaklega til að geta verið meira með börnunum, þetta er svo dýrmætur tími og ég vil ekki missa af honum, þau vaxa alltof hratt. Ég sé fyrir mér að fyrst um sinn verði ég aðallega með þeim, reyni að læra þýsku og venjast nýjum aðstæðum.“Ekki ætlarðu að hætta að leika samt? „Nei, ég ætla að taka mér smá hlé og sjá svo til hvaða verkefni koma til mín. Ég er líka með endalausar hugmyndir að verkum sem mig langar að gera sjálf, en það kemur bara allt í ljós. Og þótt við séum að flytja erlendis verðum við auðvitað hér með annan fótinn. Hér er allt okkar fólk, vinir og vandamenn, og það er nauðsynlegt að viðhalda tengslunum.“Var það ekki mikil breyting að vera allt í einu komin með tvö börn til að sjá um? „Auðvitað er það mikil breyting en þetta var svo ótrúlega langþráð að gleðin yfirskyggir allt annað. Fókusinn breyttist mjög mikið og við sem aldrei höfðum þurft að hugsa um annað en vinnuna erum yfir okkur ánægð. Maður getur ekki endalaust verið í störukeppni við sjálfan sig, hún verður svo hundleiðinleg þegar maður eldist.“Femínismi og pólitík Margrét er mikill femínisti og talar sig heita um hversu mjög heimurinn þurfi á kvenlegum áhrifum og sjónarhorni að halda á þessum síðustu og verstu tímum. Hún segir þó nauðsynlegt að yngri konur stígi fram, því við sem eldri erum séum meira og minna mengaðar af gömlum karlaveldishugsunarhætti. „Ég uppgötvaði mjög seint að við værum ekki á vaktinni. Mín kynslóð fékk allt upp í hendurnar. Móðir mín sagði mér stöðugt að mér væru allir vegir færir, það væri búið að koma á jafnrétti. Hún fór í gegnum alla söguna með manni og mér leið eins og ég hefði þetta allt í hendi mér; það var búið að gera allt. Síðan kemur þetta rosalega bakslag af því við sofnuðum á vaktinni, eins og á reyndar við um alla aðra pólitík finnst mér til dæmis fasismann og rasismann. Við erum ekki að halda við sögunni og passa upp á að hún endurtaki sig ekki. Viðhorfið hefur verið að fyrst búið var að ná árangri í þessum málum þá þyrfti ekkert að tala um þau. Þetta er stórhættulegt. Það tekur svo stuttan tíma fyrir bakslagið að eiga sér stað og allt í einu eru eins og við höfum farið hundrað ár aftur í tímann á einni nóttu. Við höfum verið svo líberal og passað okkur að dæma engan, það hafa allir mátt hafa sínar hugmyndir og við höfum bara yppt öxlum yfir röddum sem eru öfgafullar sem eitthvað sem myndi ganga yfir. Það er ekki að gerast.“ Eins og sést hefur Margrét miklar skoðanir og er mjög pólitísk en það kom samt á óvart að finna nafn hennar á lista yfir borgarstarfsmenn Reykjavíkurborgar. Hvernig gerðist það? „Ég var aftarlega á lista fyrir Besta flokkinn í síðustu kosningum og datt ekkert í hug að það þýddi að ég yrði í ráðsmennsku fyrir borgina. En svo fengum við svo góða kosningu að ég varð varaborgarfulltrúi auk þess að sitja fyrir flokkinn í samgöngu- og umhverfisráði í fyrra, en í vetur hef ég ekki tekið þátt í starfinu, enda var fjórum ráðum steypt í eitt til að spara fyrir hönd borgarinnar sem riðaði á barmi gjaldþrots. Það er ýmislegt búið að gerast á þessu kjörtímabili þótt fólk hafi kannski ekki séð mikla uppbyggingu, til þess voru einfaldlega ekki til peningar, en það fer vonandi að lagast núna.“Alltaf með söguna á bakinu Margrét útskrifaðist úr leiklistarskólanum árið 1994 og hefur síðan leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru. Hún hefur líka sett upp nokkrar sýningar sem leikstjóri, hvernig þróaðist leiklistaráhuginn í þá áttina? „Ég held nú að það hafi aldrei blundað í mér leikstjóri, en starf leikarans er auðvitað alltaf samvinna og það er alltaf mest gjöfult að vinna með leikstjóra sem býður leikurunum að leggja sínar hugmyndir í púkkið. Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim. Ég hefði örugglega farið í Fræði og framkvæmd sem í dag heitir Sviðshöfundabraut ef það hefði verið í boði þegar ég fór í Leiklistarskólann því mér finnst ekki nógu mikið gert af því að láta allar listgreinar njóta sín í leikhúsunum, við erum oft dálítið stöðluð í forminu. Ég hef líka lært það í mínum sýningum að það borgar sig að hafa marga sterka listræna leiðtoga þá fá verkin svo margslungna skírskotun, í stað þess að sýn eins leikstjóra ráði.“Trúði þessu ekki upp á Dani Ertu ein að leikstýra Fantastar? „Í rauninni ekki. Ég er með leikmyndahönnuði sem móta mjög mikið listræna sýn í verkinu enda er leikhúsið alltaf samvinna. Það er oftast erfiðara fyrir myndlistarmennina að aðlagast því þar sem þeir eru vanir því að vinna einir, en þegar þeir venjast því þá hefur þetta alltaf tekist mjög farsællega. Núna erum við einmitt að hrinda því sem við erum búin að vera að hugsa síðustu þrjú árin í framkvæmd og ég er óskaplega spennt. Ég vona að þessi sýning veki fólk til umhugsunar um að vestnorræn samvinna er ekki bara pólistískt mál heldur ekki síður samfélagslegt. Þetta eru grannþjóðir okkar og það er fáránlegt hvað það er lítill samgangur á milli okkar. Við getum veitt þeim svo mikinn stuðning því að umræðan hjá þeim er að mörgu leyti eins og hún var hjá okkur áður en við fengum sjálfstæði.“ Áður en Margrét ákvað hvað hún vildi gera að ævistarfi vann hún um skeið sem flugfreyja og flaug þá oft til Grænlands sem hún segir hafa heillað sig algjörlega. „Þá sá ég í fyrsta skipti þjóð í neyð. Þarna sá maður allar sögurnar sem maður hafði lesið og heyrt um yfirgang nýlenduveldanna raungerast, maður gat eiginlega ekki trúað þessu upp á Dani. En þetta snýst auðvitað allt um auðlindir. Auðlindirnar hér í Norðurhöfum eru gígantískar gullnámur og hafa verið það svo lengi. Þess vegna vilja Danir halda Grænlandi, til þess að missa ekki yfirráðin yfir auðlindunum. Þetta eru miklir hagsmunir og mikil barátta og mér finnst við þurfa að skipa okkur í lið með Grænlendingum og Færeyingum í sjálfsmyndaruppbyggingu. Við erum sjálf enn að glíma við afleiðingar nýlendustefnunnar og það er stórfurðulegt að við skulum ekki samsama okkur meira með þessum þjóðum.“Sögufrík eins og mamma Margrét er algjör viskubrunnur þegar kemur að sögu þjóðanna í Norðurhöfum, datt henni aldrei í hug að gerast sagnfræðingur? „Jú, en ég fæ útrás fyrir sagnfræðinginn í vinnunni í leikhúsinu. Reyndar ætlaði ég alltaf í sálar- eða mannfræði og var uppalin í tónlist þannig að mig langaði alltaf að tengja hana við það sem ég væri að gera. Leikhúsið var eiginlega eini staðurinn þar sem ég gat tengt þetta allt saman.“ Foreldrar Margrétar eru Vilhjálmur Auðunn Þórðarson fyrrum flugstjóri og Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir heitin kennari, sem hún segir hafa verið mikið kúltúrfólk og óskaplega forvitin um allt sem er skapandi. „Ég fór gríðarlega mikið í leikhús sem barn og mamma tók mig með á allar kvikmyndahátíðir sem boðið var upp á, ég var mikið í dansi, fór á ballettsýningar, var alltaf í tónlistarnámi og þau hvöttu mig bæði áfram í öllu sem mig langaði að gera. Ég er auðvitað bara niðurstaðan úr þessu dásamlega uppeldi, eins og við öll erum. Það var mikill samgangur innan fjölskyldunnar og lagt upp úr því að rækta tengslin og viðhalda sögunni. Mamma var líka alltaf að hamra á sögulegu samhengi og leggja áherslu á að það mætti ekki gleyma því hvaðan rætur manns væru. Hún hafði reyndar enn stærra samhengi en Íslandssöguna því hún elskaði forngrikkina og var algjört sögufrík, þannig að ég hef það beint frá henni.“ Það er erfitt að tala um mannkynssöguna án þess að talið beinist að hlutverkinu sem Margrét æfir nú í Þjóðleikhúsinu, Elizabeth Proctor í Eldrauninni eftir Arthur Miller sem frumsýnt verður í apríl. Miller skrifaði verkið um McCarthy-ismann og kommúnistaofsóknirnar í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum en notaði galdraofsóknir í Salem í lok sautjándu aldar sem dæmisögu. Margrét segir það hafa hrifið sig mest við verkið hversu tímalaust það sé og eigi jafn vel við okkar tíma og þegar það var skrifað. „Ef maður tekur orðið djöfullinn út úr orðræðunni og setur múslimi, femínisti eða eitthvert annað orð í staðinn þá er bara eins og þetta sé runnið úr orðræðu dagsins í dag. Það er dálítið skelfilegt að upplifa hversu lítið samskipti okkar hvert við annað hafa breyst síðan á sautjándu öldinni og hversu stutt er í ofstækið og fordómana.“Og verður það hlutverk síðasta hlutverk þitt í Þjóðleikhúsinu? „Í bili já, en eins og ég sagði áðan þá eru útlönd ekki lengur eitthvað rosalangt í burtu þannig að maður veit aldrei hvað gerist seinna meir.“ Menning Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Við Margrét höfum mælt okkur mót í Brimhúsinu við höfnina þar sem hún undirbýr uppfærslu á stóru verkefni; Fantastar, sem er samvinnuverkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga og verður frumsýnt á Listahátíð í vor. Hún segir undirbúninginn hafa staðið í allt að fimmtán ár og búið sé að vinna í verkinu í þrjú ár. Áhuginn og eldmóðurinn leynir sér ekki þar sem hún teymir mig um húsið á milli fiskikassa og lyftara og sér greinilega fyrir sér eitthvað allt annað en ég, enda búin að umskapa umhverfið í huga sér þannig að hún sér fyrir sér fullmótaða sýningu. Fantastar verður síðasta verkefni Margrétar á Íslandi í bili því strax að því loknu flytur hún til Berlínar þar sem maður hennar, Egill Heiðar Anton Pálsson, er orðinn prófessor við hinn virta leiklistarháskóla Ernst Busch. Með þeim fara börnin þeirra tvö sem þau tóku að sér fyrir tveimur árum. „Já, við erum að fara fjölskyldan, þau eru meira að segja að fara á undan mér strax í næstu viku, svo mamma geti unnið allan sólarhringinn. Við erum reyndar vön því að vera sitt á hvorum staðnum því Egill vinnur aðallega erlendis, en nú ætlum við sem sagt öll að búa í Prenzlauerberg, búin að finna íbúð og leikskóla, þannig að við erum rosalega spennt. Ég hlakka sérstaklega til að geta verið meira með börnunum, þetta er svo dýrmætur tími og ég vil ekki missa af honum, þau vaxa alltof hratt. Ég sé fyrir mér að fyrst um sinn verði ég aðallega með þeim, reyni að læra þýsku og venjast nýjum aðstæðum.“Ekki ætlarðu að hætta að leika samt? „Nei, ég ætla að taka mér smá hlé og sjá svo til hvaða verkefni koma til mín. Ég er líka með endalausar hugmyndir að verkum sem mig langar að gera sjálf, en það kemur bara allt í ljós. Og þótt við séum að flytja erlendis verðum við auðvitað hér með annan fótinn. Hér er allt okkar fólk, vinir og vandamenn, og það er nauðsynlegt að viðhalda tengslunum.“Var það ekki mikil breyting að vera allt í einu komin með tvö börn til að sjá um? „Auðvitað er það mikil breyting en þetta var svo ótrúlega langþráð að gleðin yfirskyggir allt annað. Fókusinn breyttist mjög mikið og við sem aldrei höfðum þurft að hugsa um annað en vinnuna erum yfir okkur ánægð. Maður getur ekki endalaust verið í störukeppni við sjálfan sig, hún verður svo hundleiðinleg þegar maður eldist.“Femínismi og pólitík Margrét er mikill femínisti og talar sig heita um hversu mjög heimurinn þurfi á kvenlegum áhrifum og sjónarhorni að halda á þessum síðustu og verstu tímum. Hún segir þó nauðsynlegt að yngri konur stígi fram, því við sem eldri erum séum meira og minna mengaðar af gömlum karlaveldishugsunarhætti. „Ég uppgötvaði mjög seint að við værum ekki á vaktinni. Mín kynslóð fékk allt upp í hendurnar. Móðir mín sagði mér stöðugt að mér væru allir vegir færir, það væri búið að koma á jafnrétti. Hún fór í gegnum alla söguna með manni og mér leið eins og ég hefði þetta allt í hendi mér; það var búið að gera allt. Síðan kemur þetta rosalega bakslag af því við sofnuðum á vaktinni, eins og á reyndar við um alla aðra pólitík finnst mér til dæmis fasismann og rasismann. Við erum ekki að halda við sögunni og passa upp á að hún endurtaki sig ekki. Viðhorfið hefur verið að fyrst búið var að ná árangri í þessum málum þá þyrfti ekkert að tala um þau. Þetta er stórhættulegt. Það tekur svo stuttan tíma fyrir bakslagið að eiga sér stað og allt í einu eru eins og við höfum farið hundrað ár aftur í tímann á einni nóttu. Við höfum verið svo líberal og passað okkur að dæma engan, það hafa allir mátt hafa sínar hugmyndir og við höfum bara yppt öxlum yfir röddum sem eru öfgafullar sem eitthvað sem myndi ganga yfir. Það er ekki að gerast.“ Eins og sést hefur Margrét miklar skoðanir og er mjög pólitísk en það kom samt á óvart að finna nafn hennar á lista yfir borgarstarfsmenn Reykjavíkurborgar. Hvernig gerðist það? „Ég var aftarlega á lista fyrir Besta flokkinn í síðustu kosningum og datt ekkert í hug að það þýddi að ég yrði í ráðsmennsku fyrir borgina. En svo fengum við svo góða kosningu að ég varð varaborgarfulltrúi auk þess að sitja fyrir flokkinn í samgöngu- og umhverfisráði í fyrra, en í vetur hef ég ekki tekið þátt í starfinu, enda var fjórum ráðum steypt í eitt til að spara fyrir hönd borgarinnar sem riðaði á barmi gjaldþrots. Það er ýmislegt búið að gerast á þessu kjörtímabili þótt fólk hafi kannski ekki séð mikla uppbyggingu, til þess voru einfaldlega ekki til peningar, en það fer vonandi að lagast núna.“Alltaf með söguna á bakinu Margrét útskrifaðist úr leiklistarskólanum árið 1994 og hefur síðan leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru. Hún hefur líka sett upp nokkrar sýningar sem leikstjóri, hvernig þróaðist leiklistaráhuginn í þá áttina? „Ég held nú að það hafi aldrei blundað í mér leikstjóri, en starf leikarans er auðvitað alltaf samvinna og það er alltaf mest gjöfult að vinna með leikstjóra sem býður leikurunum að leggja sínar hugmyndir í púkkið. Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim. Ég hefði örugglega farið í Fræði og framkvæmd sem í dag heitir Sviðshöfundabraut ef það hefði verið í boði þegar ég fór í Leiklistarskólann því mér finnst ekki nógu mikið gert af því að láta allar listgreinar njóta sín í leikhúsunum, við erum oft dálítið stöðluð í forminu. Ég hef líka lært það í mínum sýningum að það borgar sig að hafa marga sterka listræna leiðtoga þá fá verkin svo margslungna skírskotun, í stað þess að sýn eins leikstjóra ráði.“Trúði þessu ekki upp á Dani Ertu ein að leikstýra Fantastar? „Í rauninni ekki. Ég er með leikmyndahönnuði sem móta mjög mikið listræna sýn í verkinu enda er leikhúsið alltaf samvinna. Það er oftast erfiðara fyrir myndlistarmennina að aðlagast því þar sem þeir eru vanir því að vinna einir, en þegar þeir venjast því þá hefur þetta alltaf tekist mjög farsællega. Núna erum við einmitt að hrinda því sem við erum búin að vera að hugsa síðustu þrjú árin í framkvæmd og ég er óskaplega spennt. Ég vona að þessi sýning veki fólk til umhugsunar um að vestnorræn samvinna er ekki bara pólistískt mál heldur ekki síður samfélagslegt. Þetta eru grannþjóðir okkar og það er fáránlegt hvað það er lítill samgangur á milli okkar. Við getum veitt þeim svo mikinn stuðning því að umræðan hjá þeim er að mörgu leyti eins og hún var hjá okkur áður en við fengum sjálfstæði.“ Áður en Margrét ákvað hvað hún vildi gera að ævistarfi vann hún um skeið sem flugfreyja og flaug þá oft til Grænlands sem hún segir hafa heillað sig algjörlega. „Þá sá ég í fyrsta skipti þjóð í neyð. Þarna sá maður allar sögurnar sem maður hafði lesið og heyrt um yfirgang nýlenduveldanna raungerast, maður gat eiginlega ekki trúað þessu upp á Dani. En þetta snýst auðvitað allt um auðlindir. Auðlindirnar hér í Norðurhöfum eru gígantískar gullnámur og hafa verið það svo lengi. Þess vegna vilja Danir halda Grænlandi, til þess að missa ekki yfirráðin yfir auðlindunum. Þetta eru miklir hagsmunir og mikil barátta og mér finnst við þurfa að skipa okkur í lið með Grænlendingum og Færeyingum í sjálfsmyndaruppbyggingu. Við erum sjálf enn að glíma við afleiðingar nýlendustefnunnar og það er stórfurðulegt að við skulum ekki samsama okkur meira með þessum þjóðum.“Sögufrík eins og mamma Margrét er algjör viskubrunnur þegar kemur að sögu þjóðanna í Norðurhöfum, datt henni aldrei í hug að gerast sagnfræðingur? „Jú, en ég fæ útrás fyrir sagnfræðinginn í vinnunni í leikhúsinu. Reyndar ætlaði ég alltaf í sálar- eða mannfræði og var uppalin í tónlist þannig að mig langaði alltaf að tengja hana við það sem ég væri að gera. Leikhúsið var eiginlega eini staðurinn þar sem ég gat tengt þetta allt saman.“ Foreldrar Margrétar eru Vilhjálmur Auðunn Þórðarson fyrrum flugstjóri og Sigríður Erla Sigurbjörnsdóttir heitin kennari, sem hún segir hafa verið mikið kúltúrfólk og óskaplega forvitin um allt sem er skapandi. „Ég fór gríðarlega mikið í leikhús sem barn og mamma tók mig með á allar kvikmyndahátíðir sem boðið var upp á, ég var mikið í dansi, fór á ballettsýningar, var alltaf í tónlistarnámi og þau hvöttu mig bæði áfram í öllu sem mig langaði að gera. Ég er auðvitað bara niðurstaðan úr þessu dásamlega uppeldi, eins og við öll erum. Það var mikill samgangur innan fjölskyldunnar og lagt upp úr því að rækta tengslin og viðhalda sögunni. Mamma var líka alltaf að hamra á sögulegu samhengi og leggja áherslu á að það mætti ekki gleyma því hvaðan rætur manns væru. Hún hafði reyndar enn stærra samhengi en Íslandssöguna því hún elskaði forngrikkina og var algjört sögufrík, þannig að ég hef það beint frá henni.“ Það er erfitt að tala um mannkynssöguna án þess að talið beinist að hlutverkinu sem Margrét æfir nú í Þjóðleikhúsinu, Elizabeth Proctor í Eldrauninni eftir Arthur Miller sem frumsýnt verður í apríl. Miller skrifaði verkið um McCarthy-ismann og kommúnistaofsóknirnar í Bandaríkjunum á sjötta áratugnum en notaði galdraofsóknir í Salem í lok sautjándu aldar sem dæmisögu. Margrét segir það hafa hrifið sig mest við verkið hversu tímalaust það sé og eigi jafn vel við okkar tíma og þegar það var skrifað. „Ef maður tekur orðið djöfullinn út úr orðræðunni og setur múslimi, femínisti eða eitthvert annað orð í staðinn þá er bara eins og þetta sé runnið úr orðræðu dagsins í dag. Það er dálítið skelfilegt að upplifa hversu lítið samskipti okkar hvert við annað hafa breyst síðan á sautjándu öldinni og hversu stutt er í ofstækið og fordómana.“Og verður það hlutverk síðasta hlutverk þitt í Þjóðleikhúsinu? „Í bili já, en eins og ég sagði áðan þá eru útlönd ekki lengur eitthvað rosalangt í burtu þannig að maður veit aldrei hvað gerist seinna meir.“
Menning Mest lesið Best klæddu Íslendingarnir 2024 Tíska og hönnun Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Skýringar á jólastressinu margvíslegar Áskorun „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Lífið Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Fleiri fréttir Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira