Flutti frá Bonn heim til Bolungarvíkur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. mars 2014 10:00 "Fyrsta kórmappan sem ég keypti mér er með í för núna,“ segir Sigrún sem ætlar að syngja einsöng með Vox feminae í Salnum. Fréttablaðið/GVA „Ég ætla að taka lagið. Það er í fyrsta sinn sem ég kem fram opinberlega eftir að ég flutti heim,“ segir Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona glaðlega, nýkomin úr flugi frá Ísafirði til að syngja með kvennakórnum Vox feminae í Salnum klukkan 16 í dag. Sigrún hefur búið í fimmtán ár í Þýskalandi og var fastráðin við óperuna í Bonn í áratug en flutti nýlega á æskuslóðir sínar í Bolungarvík og kennir nú við Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Þetta var stórt stökk,“ viðurkennir hún. „En við hjónin erum bæði að vestan og ákváðum að prófa að setjast þar að.“ * Hún upplýsir að eiginmaðurinn, Birgir Örn Birgisson, sé að vinna hjá Orkubúi Vestfjarða og einnig að þjálfa úrvalsdeildarlið í körfubolta. Synirnir tveir, Ólafur Pálmi, þriggja ára, og Magnús Baldvin, átta ára, séu í leikskóla og skóla í Bolungarvík. Magga Pálma örlagavaldur Það er vorbragur yfir tónleikum Vox feminae. Kórinn mun flytja þar mörg af sínum uppáhaldslögum, íslensk sönglög í bland við alþekkt Vínarljóð eftir Brahms, Schubert og fleiri þekkt tónskáld. Yfirskriftin er Ljóð og leikur. Kristján Karl Bragason leikur með á píanó og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu. Þau hafa leikið saman sem dúó um árabil. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét Pálmadóttir en hún er viss örlagavaldur í lífi Sigrúnar. „Ég flutti frá Bolungarvík 16 ára og fór í Flensborg í Hafnarfirði. Þar kynntist ég Möggu Pálma sem stjórnaði kór skólans og hún á mikinn þátt í því að ég fór í minn fyrsta söngtíma,“ lýsir Sigrún og kveðst líka fyrst hafa sungið opinberlega sóló með Vox feminae. „Fyrsta kórmappan sem ég keypti mér er með í för núna. Magga sagði mér að taka hana með!“ segir Sigrún hlæjandi.Vox feminae ætlar að flytja mörg af sínum uppáhaldslögum á tónleikunum Ljóð og leikur í dag klukkan 16.Bæði í skóla og vinnu Eftir eitt ár í Tónlistarskólanum á Akureyri og þrjú ár í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur lá leið Sigrúnar í tónlistarháskólann í Stuttgart. Þar fór hún í ljóðadeild og óperudeild og var að ljúka mastersprófinu þar samhliða því að byrja að vinna í óperunni í Bonn árið 2001. „Þýskaland er náttúrlega mekka óperunnar og fyrir klassískan söngvara er algerlega toppurinn að búa þar. Þar eru líka svo góðar samgöngur og auðvelt að hoppa upp í lest eða flugvél þegar maður þarf að skreppa í söngferðir,“ segir hún. Hún kveðst hafa sungið á tónleikum bæði í Bandaríkjunum og í Stokkhólmi og einnig víða í Þýskalandi. „Ég var mest í Bonn en hef sungið í öðrum óperuhúsum líka. Einu sinni söng ég í Dresden. Þar var ég í hlutverki Serbinettu í óperunni Ariadne auf Naxos. Óperuhúsið í Dresden er stórfenglegt. Eitt þeirra húsa sem voru eyðilögð í stríðinu en svo byggt upp aftur, stein fyrir stein.“ Hingað til Íslands skrapp Sigrún líka að utan og söng á sínum heimaslóðum fyrir vestan, með Sinfóníunni á nýárstónleikum og hlutverk Violettu í La Traviata hjá Íslensku óperunni 2008. „Mér fannst afar skemmtilegt að taka þátt í óperuuppfærslu hér á Íslandi,“ segir hún brosandi. Tekur tíma að aðlagast Stundum talað um að söngur og fjölskyldulíf samræmist illa en Sigrún segir mann sinn ávallt hafa stutt hana vel í hennar námi og starfi. Hann hafi getað hliðrað til svo hún gæti sungið jafn mikið og hún gerði en hann vann í Þýskalandi sem körfuboltaspilari, körfuboltaþjálfari og rafvirki. „Við höfðum auðvitað enga ættingja til að passa eina og eina helgi,“ segir hún. En nú er það breytt því drengirnir eiga ömmu og afa í Bolungarvík og Sigrún segir þá njóta þess. Sá eldri sé þó með mikla heimþrá til Þýskalands. „Magnús Baldvin er Þjóðverji inn að beini og hlakkar mikið til að fara í frí til Þýskalands. En Ólafur Pálmi finnur minna fyrir því. Það tekur samt auðvitað sinn tíma fyrir alla að aðlagast nýjum aðstæðum.“ Menning Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Ég ætla að taka lagið. Það er í fyrsta sinn sem ég kem fram opinberlega eftir að ég flutti heim,“ segir Sigrún Pálmadóttir sópransöngkona glaðlega, nýkomin úr flugi frá Ísafirði til að syngja með kvennakórnum Vox feminae í Salnum klukkan 16 í dag. Sigrún hefur búið í fimmtán ár í Þýskalandi og var fastráðin við óperuna í Bonn í áratug en flutti nýlega á æskuslóðir sínar í Bolungarvík og kennir nú við Tónlistarskóla Ísafjarðar. „Þetta var stórt stökk,“ viðurkennir hún. „En við hjónin erum bæði að vestan og ákváðum að prófa að setjast þar að.“ * Hún upplýsir að eiginmaðurinn, Birgir Örn Birgisson, sé að vinna hjá Orkubúi Vestfjarða og einnig að þjálfa úrvalsdeildarlið í körfubolta. Synirnir tveir, Ólafur Pálmi, þriggja ára, og Magnús Baldvin, átta ára, séu í leikskóla og skóla í Bolungarvík. Magga Pálma örlagavaldur Það er vorbragur yfir tónleikum Vox feminae. Kórinn mun flytja þar mörg af sínum uppáhaldslögum, íslensk sönglög í bland við alþekkt Vínarljóð eftir Brahms, Schubert og fleiri þekkt tónskáld. Yfirskriftin er Ljóð og leikur. Kristján Karl Bragason leikur með á píanó og Hafdís Vigfúsdóttir á flautu. Þau hafa leikið saman sem dúó um árabil. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét Pálmadóttir en hún er viss örlagavaldur í lífi Sigrúnar. „Ég flutti frá Bolungarvík 16 ára og fór í Flensborg í Hafnarfirði. Þar kynntist ég Möggu Pálma sem stjórnaði kór skólans og hún á mikinn þátt í því að ég fór í minn fyrsta söngtíma,“ lýsir Sigrún og kveðst líka fyrst hafa sungið opinberlega sóló með Vox feminae. „Fyrsta kórmappan sem ég keypti mér er með í för núna. Magga sagði mér að taka hana með!“ segir Sigrún hlæjandi.Vox feminae ætlar að flytja mörg af sínum uppáhaldslögum á tónleikunum Ljóð og leikur í dag klukkan 16.Bæði í skóla og vinnu Eftir eitt ár í Tónlistarskólanum á Akureyri og þrjú ár í Söngskólanum í Reykjavík hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur lá leið Sigrúnar í tónlistarháskólann í Stuttgart. Þar fór hún í ljóðadeild og óperudeild og var að ljúka mastersprófinu þar samhliða því að byrja að vinna í óperunni í Bonn árið 2001. „Þýskaland er náttúrlega mekka óperunnar og fyrir klassískan söngvara er algerlega toppurinn að búa þar. Þar eru líka svo góðar samgöngur og auðvelt að hoppa upp í lest eða flugvél þegar maður þarf að skreppa í söngferðir,“ segir hún. Hún kveðst hafa sungið á tónleikum bæði í Bandaríkjunum og í Stokkhólmi og einnig víða í Þýskalandi. „Ég var mest í Bonn en hef sungið í öðrum óperuhúsum líka. Einu sinni söng ég í Dresden. Þar var ég í hlutverki Serbinettu í óperunni Ariadne auf Naxos. Óperuhúsið í Dresden er stórfenglegt. Eitt þeirra húsa sem voru eyðilögð í stríðinu en svo byggt upp aftur, stein fyrir stein.“ Hingað til Íslands skrapp Sigrún líka að utan og söng á sínum heimaslóðum fyrir vestan, með Sinfóníunni á nýárstónleikum og hlutverk Violettu í La Traviata hjá Íslensku óperunni 2008. „Mér fannst afar skemmtilegt að taka þátt í óperuuppfærslu hér á Íslandi,“ segir hún brosandi. Tekur tíma að aðlagast Stundum talað um að söngur og fjölskyldulíf samræmist illa en Sigrún segir mann sinn ávallt hafa stutt hana vel í hennar námi og starfi. Hann hafi getað hliðrað til svo hún gæti sungið jafn mikið og hún gerði en hann vann í Þýskalandi sem körfuboltaspilari, körfuboltaþjálfari og rafvirki. „Við höfðum auðvitað enga ættingja til að passa eina og eina helgi,“ segir hún. En nú er það breytt því drengirnir eiga ömmu og afa í Bolungarvík og Sigrún segir þá njóta þess. Sá eldri sé þó með mikla heimþrá til Þýskalands. „Magnús Baldvin er Þjóðverji inn að beini og hlakkar mikið til að fara í frí til Þýskalands. En Ólafur Pálmi finnur minna fyrir því. Það tekur samt auðvitað sinn tíma fyrir alla að aðlagast nýjum aðstæðum.“
Menning Mest lesið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fleiri fréttir „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira