Finnst tilganginum með samstarfi náð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 11:00 Elín og Margrét gerðu verkið heima á Íslandi út frá ljósmynd sem þær fengu af rýminu. Mynd/Hulda Sif „Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl. Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við fengum beiðni frá safninu Den Frie um að sýna þar og nú er komið að því,“ segir Margrét Bjarnadóttir danshöfundur sem ásamt Elínu Hansdóttur myndlistarmanni opnar sýningu síðdegis í dag í Den Frie í Kaupmannahöfn. Safnið er gegnt Österport-járnbrautarstöðinni og er að halda upp á 100 ára afmæli sitt á þeim stað. „Þetta er fallegt safn með mjög sérstakan arkítektúr og við unnum verkið sérstaklega inn í rýmið sem við fengum. Þetta er stórt rými, átthyrnt og mjög hátt til lofts,“ lýsir Margrét. Hún segir verkið unnið úr fjarlægð. „Við gerðum verkið heima á Íslandi útfrá ljósmynd sem við fengum af rýminu. Myndin er semsagt grunnurinn.“ Þær stöllur hafa unnið saman tvívegis áður, í leikhúss- og myndlistarsamhengi. Þessi sýning þeirra samanstendur af myndböndum, ljósmyndum og prentuðu tjaldi að sögn Margrétar. „Þetta er samstarf alveg frá grunni og þó ég sé danshöfundur og hún myndlistarmaður þá mætumst við á einhverjum skurðpunkti þannig að útkoman er mjög ólík því sem ég hefði gert ein og líka langt frá því sem hún hefði gert ein,“ lýsir hún. „Þá finnst okkur tilganginum með samstarfi náð.“ Sýningin mun standa fram í miðjan apríl.
Menning Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira