Sterkar, flottar, sjálfstæðar konur Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 10:00 mynd/Daníel Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“ Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira
Heita má Karl en ekki Kona. Það hefur kvenréttindakonan Kristbjörg Kona Kristjánsdóttir í tvígang látið reyna á með umsóknum sínum til mannanafnanefndar sem neitaði henni um millinafnið Kona. Ástæðan? Það þótti of niðurlægjandi að bera nafnið Kona. „Millinafnið Kona festist við mig á menntaskólaárunum,“ segir Kristbjörg Kona sem þá var í pönkhljómsveit og mjög virk í kvennapólitíkinni. „Engin orð eru bönnuð í pönkinu og ég vildi sérstaklega upphefja allt sem var kvenlegt og viðkom konum. Við nefndum til dæmis hljómsveitina okkar Á túr, því við vildum deila á þá neikvæðni og hræðslu sem einkenndi það að fara á blæðingar. Þetta var tímabilið þegar allir voru að taka upp meiðyrði og snúa þeim í andhverfu sína. Það er auðvitað góð leið til að endurheimta skilgreiningarvald.“ Kristbjörgu Konu hefur alltaf verið mikilvægt að afsanna þá kenningu að konur séu konum verstar. „Ætli það verði ekki mitt ævistarf að stússast í því. Það hlýtur að vera hagur okkar allra að útiloka allar þær hugmyndir og alla þá orðræðu sem niðurlægir okkur á þeim forsendum að við erum konur.“ Kristbjörg hefur tvívegis sótt um að fá millinafnið Kona samþykkt hjá mannanafnanefnd og tvisvar fengið synjun. „Í seinna skiptið komst mannanafnanefnd að þeirri niðurstöðu að það væri niðrandi fyrir stúlkubarn að fá nafnið Kona. Nú eru nýir tímar og komin ný mannanafnanefnd, svo ég þarf endilega að fara að sækja um aftur. Ég vona bara að í nefndinni sitji ekki fólk sem finnst enn vera niðurlæging að bera nafnið Kona.“ Konur gera heiminn betri Konudagur er á sunnudaginn kemur og segir Kristbjörg að dagurinn eigi að snúast um konur í allri sinni dýrð, eins fjölbreyttar og stórfenglegar og þær eru. „Hverri konu á að vera frjálst að túlka konudaginn eins og hún vill. Sjálf sé ég þennan dag sem gleðidag. Dagurinn færir með sér hækkandi sól og vonina um vorið, sem er lýsandi fyrir mikilvægi kvenna til að gera heiminn betri.“ Kristbjörg er með BA-gráðu í mannfræði og kynjafræði frá Háskóla Íslands og segir líf kvenna hafa gjörbreyst á síðustu áratugum; jafnvel á síðustu árum. „Staða kvenna fer þó alveg eftir því hvar í heiminum þær fæðast. Á Íslandi er afskaplega gott að vera kona í samanburði við fjölmörg önnur lönd. Samt búum við í landi þar sem kynbundinn launamunur er landlægur og tíðni kynferðisbrota geigvænlega há.“ Hún segir misréttið þó ekki skilgreina íslenskar konur. „Íslenskar konur eru sterkar, flottar og sjálfstæðar. Samstaða okkar gegn kynjamisrétti hefur náð langt, áorkað miklu og aukið lífsgæði okkar á svo mörgum sviðum. Og hún mun halda áfram að gera það.“
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Sjá meira