Snara einu lagi yfir á dönsku Gunnar Leó Pálsson skrifar 19. febrúar 2014 10:00 Hljómsveitin Grísalappalísa fer í tónleikaferðalag til Danmerkur í næsta mánuði. mynd/Magnus Andersen „Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið. Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við komum fram á erlendri grundu. Við ætlum að heimsækja nýlenduherrana í Danmörku,“ segir Gunnar Ragnarsson, söngvari hljómsveitarinnar Grísalappalísu sem heldur til Danaveldis í næsta mánuði. Um er að ræða tónleikaferðlag þar sem sveitin kemur fram á þrennum tónleikum ásamt dönsku rafkenndu popp-rokksveitinni Reptile Youth, 13., 14., og 15. mars í Kaupmannahöfn, Álaborg og Árósum. „Við verðum þarna í tæpa viku. Það er mikil tilhlökkun í sveitinni og það verður forvitnilegt að syngja á íslensku þarna úti,“ segir Gunnar léttur í lundu. Sveitin ætlar þó að snara einum textanum yfir á dönsku í tilefni ferðalagsins. „Við ætlum að snara einu lagi yfir á dönsku. Það er lag sem fjallar um uppvask og önnur heimilisstörf, það verður forvitnilegt að heyra útkomuna.“ Frumraun Grísalappalísu sem ber titilinn Ali var í þriðja sæti yfir bestu plötur síðasta árs að mati sérfræðinga Fréttablaðsins. Sveitin ætlar sér að fylgja þeirri plötu eftir sem allra fyrst. „Við erum á leið í upptökur um helgina og ætlum að byrja á nýrri plötu. Við ætlum að reyna gefa út reglulega og vera ekki að sitja á efninu,“ segir Gunnar spurður út í framhaldið.
Tónlist Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira