Móðurhlutverkið kemur við sögu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 15:00 Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum. Fréttablaðið/Stefán „Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi. Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi.
Menning Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira