Spila íslenska kvikmyndatónlist Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2014 07:45 Lúðrasveit Þorlákshafnar ætlar að leika kvikmyndatónlist í Hörpu í febrúar. mynd/ágústa ragnarsdóttir og davíð þór guðlaugsson „Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér. Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum að sýna fólki að lúðrasveitir spila ekki eingöngu í skrúðgöngum og á svoleiðis samkomum,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, trompetleikari og meðlimur Lúðrasveitar Þorlákshafnar. Ása Berglind og félagar standa fyrir tónleikum í Norðurljósasal Hörpu 25. febrúar og verður þar leikin alls kyns kvikmyndatónlist. „Við ætlum að spila kvikmyndatónlist, bæði íslenska og erlenda. Af því tilefni að við erum þrjátíu ára í febrúar, fengum við Stefán Örn Gunnlaugsson til að útsetja kvikmyndasyrpu úr íslenskum kvikmyndum og erum við mjög stolt af því,“ segir Ása Berglind. Lúðrasveitin mun leika lög úr kvikmyndum á borð við Engla alheimsins, Stellu í orlofi og Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Af erlendu efni mun sveitin flytja tónlist úr kvikmyndum á borð við Pirates of the Caribbean, Mary Poppins, Jaws, Star Trek, Star Wars og Harry Potter svo fátt eitt sé nefnt. Í Lúðrasveitinni eru 45 meðlimir en þeir hafa fengið engan annan en Fjallabróðurinn Halldór Gunnar Pálsson til að vera kynnir á tónleikunum. „Hann mun að öllum líkindum bregða sér í ýmis líki úr kvikmyndasögunni í tilefni tónleikanna,“ bætir Ása Berglind við. Lúðrasveitin hefur undanfarið komið fram með Jónasi Sig eftir að þau gáfu út plötuna Þar sem himin ber við haf í sameiningu árið 2012. Miðasala á tónleikana er á midi.is en þeir eru hluti af tónleikaröðinni Lúðraþytur í Hörpu.Miðasala fer fram hér.
Tónlist Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira