Mikið er um að vera í Gerðubergi í janúar Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. janúar 2014 10:00 Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi segir mikið vera um að vera í Gerðubergi á næstunni. fréttablaðið/stefán „Nú getur fólk komið til okkar einu sinni í mánuði og spilað valin spil, ásamt leiðbeinanda frá Spilavinum,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi. Í janúar hefur göngu sína nýr viðburður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem kallast Spilakaffi og unninn er í samstarfi við Spilavini. Spilakaffið er opið spilakvöld þar sem fólk getur komið saman og fengið leiðsögn eða fylgst með skemmtilegum spilum. Fyrsta Spilakaffiskvöldið fer fram í kvöld og munu Spilavinir kynna fyrir gestum tveggja manna spil eins og Sequence, Qwirkle, 10 days spilin, Dominion, 11 nimmt, Carcassonne og fleiri spennandi spil. „Ég er ekki mikill spilasérfræðingur en þær hjá Spilavinum vita allt um spilin,“ segir Hólmfríður létt í lundu. Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Spilavinir var stofnuð árið 2007 af þeim vinkonum Svanhildi Evu Stefánsdóttir og Lindu Rós Ragnarsdóttir. Spilakaffi er ný viðburðaröð á miðvikudagskvöldum en á þeim kvöldum er alltaf eitthvað um að vera í Gerðubergi. „Dagskráin á miðvikudagskvöldum skiptist í Handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuði, Spilakaffi annað miðvikudagskvöldið, Heimspekikaffi það þriðja og Bókakaffi fjórða miðvikudagskvöldið í mánuðinum.“ Markmiðið með þessum kvöldum er að gefa gestum kost á að kynnast áhugaverðum umfjöllunarefnum í notalegu umhverfi. „Á handverkskvöldunum okkar höfum við til dæmis farið yfir allt frá fluguhnýtingum til uppstoppunar, ásamt tréskurði og ýmsu hekli,“ segir Hólmfríður. Á komandi misseri segir Hólmfríður ýmislegt vera á döfinni í Gerðubergi. „Við förum yfir það hvernig maður heggur í grjót, yfir íslenska eldsmíði og hvernig íslensk blóm eru hekluð.“Aðgangur er ókeypis og spil á staðnum og allir velkomnir sem mega vera úti til klukkan tíu á kvöldin. Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Nú getur fólk komið til okkar einu sinni í mánuði og spilað valin spil, ásamt leiðbeinanda frá Spilavinum,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnastjóri í Gerðubergi. Í janúar hefur göngu sína nýr viðburður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi sem kallast Spilakaffi og unninn er í samstarfi við Spilavini. Spilakaffið er opið spilakvöld þar sem fólk getur komið saman og fengið leiðsögn eða fylgst með skemmtilegum spilum. Fyrsta Spilakaffiskvöldið fer fram í kvöld og munu Spilavinir kynna fyrir gestum tveggja manna spil eins og Sequence, Qwirkle, 10 days spilin, Dominion, 11 nimmt, Carcassonne og fleiri spennandi spil. „Ég er ekki mikill spilasérfræðingur en þær hjá Spilavinum vita allt um spilin,“ segir Hólmfríður létt í lundu. Spilavinir er verslun sem sérhæfir sig í spilum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin Spilavinir var stofnuð árið 2007 af þeim vinkonum Svanhildi Evu Stefánsdóttir og Lindu Rós Ragnarsdóttir. Spilakaffi er ný viðburðaröð á miðvikudagskvöldum en á þeim kvöldum er alltaf eitthvað um að vera í Gerðubergi. „Dagskráin á miðvikudagskvöldum skiptist í Handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuði, Spilakaffi annað miðvikudagskvöldið, Heimspekikaffi það þriðja og Bókakaffi fjórða miðvikudagskvöldið í mánuðinum.“ Markmiðið með þessum kvöldum er að gefa gestum kost á að kynnast áhugaverðum umfjöllunarefnum í notalegu umhverfi. „Á handverkskvöldunum okkar höfum við til dæmis farið yfir allt frá fluguhnýtingum til uppstoppunar, ásamt tréskurði og ýmsu hekli,“ segir Hólmfríður. Á komandi misseri segir Hólmfríður ýmislegt vera á döfinni í Gerðubergi. „Við förum yfir það hvernig maður heggur í grjót, yfir íslenska eldsmíði og hvernig íslensk blóm eru hekluð.“Aðgangur er ókeypis og spil á staðnum og allir velkomnir sem mega vera úti til klukkan tíu á kvöldin.
Menning Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira