Óvíst að ríkið krefji Mýflug um bætur vegna 40 milljóna tjóns á sjúkrabúnaði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. janúar 2014 07:15 Tugmilljóna sjúkrabúnaður í eigu ríkisins eyðilagðist í flugslysinu á akstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar 5. ágúst síðastliðinn. Mynd/Baldvin Þeyr Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Tjón ríkisins vegna sérhæfðs búnaðar um borð í sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst um síðustu verslunarmannahelgi kann að verða rúmar 40 milljónir króna. Skömmu eftir slysið fékk Mýflug sams konar Beechraft Kingair 200 flugvél sem kom til landsins frá Bandaríkjunum í september. Í fjáraukalögum fyrir nýliðið ár kemur fram að ríkið ætli að verja allt að 40 milljónum króna til að útbúa nýju vélina með sjúkrabúnaði. Með ísetningu er reiknað með að kostnaðurinn verði alls rúmar 40 milljónir að því er heilbrigðisráðuneytið upplýsir. Samkvæmt útboðslýsingu ber Mýflug ábyrgð á öllu tjóni sem ríkið kann að verða fyrir við framkvæmd sjúkraflugsins. Tryggingar Mýflugs fyrir flugvélina tóku ekki sérstaklega til búnaðarins sem ríkið átti um borð. Í heilbrigðisráðuneytinu hafa menn ekki gert upp við sig hvort gera eigi kröfu á Mýflug vegna búnaðarins sem tapaðist. Í fjáraaukalögum fyrir árið 2013 er upphæðin færð á liðinn „tapaðar kröfur og tjónabætur“. Af því að dæma virtist ríkið ekki ætla að gera bótakröfu á hendur Mýflugi. Endanleg afstaða liggur þó ekki fyrir.Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir engar ávirðingar á hendur Mýflugi hafa borist í ráðherratíð sinni.Kristján Þór Júlíusson.Enn aðeins pláss fyrir einn sjúkling „Í þessu máli er ekki augljóst að ríkið eigi kröfu á hendur Mýflugi vegna búnaðarins. Þessi mál verða skoðuð í heild en ekki er tímabært að fullyrða neitt að svo stöddu. Sem stendur er megináhersla af hálfu ráðuneytisins lögð á að tryggja aðbúnað sjúklinga og fylgdarmanna um borð í nýrri sjúkraflutningavél Mýflugs,“ segir í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins. Meðal þess sem þarf í flugvélina eru sjúkrabörur, búnaður til súrefnisgjafar, öndunarvél, hjartarafstuðstæki og búnaður til vökva- og lyfjagjafar. Ekki er reiknað með að allur búnaðurinn verði kominn á sinn stað fyrr en í lok febrúar. Þangað til er aðeins hægt að flytja einn sjúkling á börum í vélinni. Nýr þjónustusamningur við Mýflug tók gildi í fyrravor. Þótt settar hafi verið fram á síðustu dögum ásakanir um meint óvönduð vinnubrögð Mýflugsmanna í sjúkrafluginu stendur ekki til að taka samstarf ríkisins við flugfélagið til endurskoðunar. „Ég hef ekki fengið inn á mitt borð, eða þeir starfsmenn hérna í ráðuneytinu sem sýsla við þetta, frá því ég tók við starfi neinar ávirðingar í þessum efnum,“ segir Kristján Þór Júlíusson sem tók við sem heilbrigðisráðherra eftir alþingiskosningar í fyrravor.Mýflug tók ábyrgð á tjóni ríkisins í sjúkrafluginu„Verksali [Mýflug] ber ábyrgð á verkefninu og framkvæmd þess, þar með töldum verkum undirverktaka og auk þess tjóni er verkkaupi [ríkið] eða þriðji aðili kann að verða fyrir við framkvæmd þess.“Úr útboðslýsingu vegna sjúkraflugs 2012.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira