Var farin að leysa af í messum fjórtán ára Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. janúar 2014 10:00 Lára Bryndís lét ekki sjúkdóm í höndum stöðva sig í því að láta draum sinn rætast. MYND/Óskar Alexander Kristinsson „Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Veistu, ég veit eiginlega ekki hvernig á því stóð að ég endaði sem orgelleikari,“ segir Lára Bryndís Eggertsdóttir orgelleikari sem í kvöld heldur tónleika í Langholtskirkju á vegum Rotary á Íslandi í tilefni þess að samtökin veita henni veglegan námsstyrk. „Ég lærði á píanó frá því ég var barn, en hafði aldrei hugsað það sem karríer. Ég spilaði reyndar líka í nokkur ár á fiðlu, en fann mig aldrei í því heldur. Ég er hins vegar nánast alin upp í Langholtskirkju, var í barnakórum þar og hef tekið þátt í öllu kórastarfi kirkjunnar. Smám saman fór ég að spila töluvert á orgelið þar og var farin að leysa af í messum fjórtán ára. Árið 1998 urðu svo hvörf hjá mér. Þá heyrði ég orgelleikara í kirkju úti í Þýskalandi spila eitt stykkið sem ég mun spila á tónleikunum í kvöld, Nun danket alle Gott eftir Sigfrid Karg-Elert, og varð alveg uppnumin. Þetta mallaði í mér og þá um haustið vissi ég að ég yrði að fara að læra á orgel. Hringdi í Tónskóla þjóðkirkjunnar og var byrjuð að læra á orgelið viku síðar. Í fyrsta sinn sem ég sat við hljóðfærið og æfði mig fann ég þessa tilfinningu: Ahhh, nú er ég komin heim!“ Eftir námið hér heima sótti Lára Bryndís tíma í Svíþjóð í einn vetur, flaug á milli og hugðist fara í framhaldsnám þar en örlögin gripu í taumana. „Ég fékk sjúkdóm í hendurnar og þurfti að hætta að spila í dálítinn tíma. Það var mikið áfall og breytti öllu, Svíþjóðarplönin duttu upp fyrir og ég hellti mér út í nám í Söngskólanum og kláraði burtfararpróf þaðan. Ég fór líka í Leiðsöguskólann, útskrifaðist þaðan og tók svo eitt ár í læknisfræði, en vissi samt alltaf að það væri bara rugl og alls ekki það sem ég vildi gera. Ég vildi frekar fara aftur í nám á orgelið, þótt ég gæti kannski ekki náð eins langt í því og mig dreymdi um, en nú er ég orðin það góð í höndunum að það ætti ekkert að stoppa mig.“ Lára Bryndís stundar nú mastersnám í orgelleik við Det Jyske Musikkonservatorium í Danmörku, auk þess að vera orgelleikari og kórstjóri í Sønderbro Kirke á Jótlandi. Hún hyggst ljúka náminu í vor og stefnir á enn frekara nám að því loknu, þrátt fyrir að hafa á námstímanum eignast þrjú börn sem hún viðurkennir að taki tölverðan tíma frá spileríinu. „Mastersverkefnið mitt er gífurlega spennandi. Það eru sjö íslensk tónskáld sem eru að semja fyrir mig orgeltónlist sem hentar til notkunar við helgihald. Óvænt varð það að stóru og spennandi verkefni sem fólk getur kynnt sér nánar á vefslóðinni audiebam.is.“ Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20 og á efnisskránni eru þrjú verk; Ich ruf zu Dir, Herr Jesu Christ, Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach og áðurnefnt verk eftir Karg-Elert.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira