Þetta er annað árið í röð sem Game of Thrones hlýtur þennan vafasama heiður en lokaþætti nýjustu seríunnar var stolið 5,9 milljónum sinnum árið 2013.
Í öðru sæti er Breaking Bad en einum þætti af seríunni var stolið 4,2 milljón sinnum. Einum þætti af The Walking Dead var hlaðið niður ólöglega 3,6 milljónum sinnum. Game of Thrones setti annað met í stuld fyrr á árinu. Meira en 170 þúsund manns deildu lokaþættinum samtímis í júní og rúmlega milljón manns hlóðu þættinum niður á einum degi.
Samkvæmt TorrentFreak hlaða flestir niður þáttum fyrstu vikuna eftir að þættirnir eru sýndir í sjónvarpi.
Aðrir þættir sem komust á þennan vafasama lista eru The Big Bang Theory, Dexter, How I Met Your Mother, Suits, Homeland, Vikings og Arrow.