Var Ísland ekki dönsk nýlenda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. maí 2014 12:00 Ólafur Rastrick: "Íslendingar hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi.“ Vísir/GVA Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is. Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira