Var Ísland ekki dönsk nýlenda? Friðrika Benónýsdóttir skrifar 8. maí 2014 12:00 Ólafur Rastrick: "Íslendingar hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi.“ Vísir/GVA Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu á morgun og laugardag og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“.Er það einhver spurning að Ísland var nýlenda? „Já, það er spurning sem hefur vafist svolítið fyrir sagnfræðingum í gegnum tíðina,“ segir Ólafur Rastrick, nýdoktor við Hugvísindasvið HÍ, einn frummælenda á málþinginu. „Sumir hafa algjörlega hafnað því að Ísland hafi verið nýlenda og frekar viljað skoða stjórnskipulega stöðu Íslands í danska heimsveldinu. Fólk hefur þá talað um Ísland sem hjálendu Danmerkur, þannig að það eru margar útgáfur af þessu.“ Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun meðal annars til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttarkenndar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. „Planið er að fara dálítið vítt og breitt um söguna,“ segir Ólafur, „og skoða ýmsar menningarlegar og þjóðlegar forsendur fyrir því hvernig Íslendingar hafa upplifað sig á einhverjum stað í heiminum út frá einhvers konar heimsmynd. Þeir hafa í gegnum tíðina upplifað sig með mjög breytilegum hætti og aðstæður hafa verið mjög mismunandi, allt frá því að vera mjög fátækt jaðarsvæði til þess að vera velmegandi samfélag sem lítur dálítið stórt á sig, eins og til dæmis núna þegar talað er um norðurslóðir sem sérstakan heimshluta.“ Málþingið hefst á morgun klukkan 15 og stendur til klukkan 17. Því verður fram haldið á laugardaginn klukkan 10 og lýkur klukkan 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands, hi.is.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira