„Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2014 15:49 Félagsstofnun stúdenta þarf að óska eftir fleiri ílátum í sorpgeymsluna, að sögn Eygerðar. vísir/aðsend/stefán Félagsstofnun stúdenta (FS) þarf að óska eftir fleiri sorpílátum í sorpgeymslu á milli Sæmundargötu 18 og 20. Þetta segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar Reykjavíkurborgar, en sorpgeymslan er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa í húsunum tveimur. „Það fóru starfsmenn frá okkur þangað í morgun og aðkoman var önnur en á myndunum, ég veit reyndar ekki hvers vegna,“ segir Eygerður, en Rebekka Sigurðardóttir hjá FS sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að notast væri við bráðabirgðatunnur í sorpgeymslunni þar sem fullnægjandi sorpgámar væru ekki til hjá sorphirðunni. „Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur,“ segir Eygerður og bætir því við að það sé FS sem fari með þessi mál fyrir hönd stúdenta og geti óskað eftir þeim fjölda sorptunna sem þurfi og valið á milli tíu eða tuttugu daga hirðutíðni. „Ég var að skoða þetta og sá að í þessum húsum eru samtals 133 íbúðir. Við þessar íbúðir eru fjögur ker skráð hjá okkur og tíu tunnur. Það er alveg ljóst að FS hefur ekki óskað eftir nægilega miklum fjölda íláta fyrir þessar íbúðir.“0,16 tunnur of lítið Eygerður segir eitt ker jafngilda 2,75 tunnum en við húsin tvö í Sæmundargötu séu 0,16 tunnur á hverja íbúð. „Íbúar greiða eftir rúmmáli og eftir hirðutíðni. Í svona nýjum íbúðum er yfirleitt gert ráð fyrir 0,75 tunnum á hverja íbúð og því er ljóst að 0,16 tunnur á hverja íbúð er of lítið. En það hefur verið óskað eftir þetta mörgum lítrum á hvern íbúa og við höfum brugðist við því.“ Eygerður segir að af myndunum að dæma sé hægt að koma fyrir fleiri ílátum á staðnum en ekki hafi verið óskað eftir því. „Þetta er greinilega einhver byrjunarvandi. Við höfum sett okkur í samband við starfsfólk FS sem fer með þessi mál og falast eftir upplýsingum um hversu mörg tunnuígildi þau telja að henti fyrir hverja íbúð á þessum stað. Við búumst við að málið leysist þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“ Tengdar fréttir Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Félagsstofnun stúdenta (FS) þarf að óska eftir fleiri sorpílátum í sorpgeymslu á milli Sæmundargötu 18 og 20. Þetta segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri umhverfis- og úrgangsstjórnunar Reykjavíkurborgar, en sorpgeymslan er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa í húsunum tveimur. „Það fóru starfsmenn frá okkur þangað í morgun og aðkoman var önnur en á myndunum, ég veit reyndar ekki hvers vegna,“ segir Eygerður, en Rebekka Sigurðardóttir hjá FS sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að notast væri við bráðabirgðatunnur í sorpgeymslunni þar sem fullnægjandi sorpgámar væru ekki til hjá sorphirðunni. „Það hefur ekki staðið á okkur að útvega þessar tunnur,“ segir Eygerður og bætir því við að það sé FS sem fari með þessi mál fyrir hönd stúdenta og geti óskað eftir þeim fjölda sorptunna sem þurfi og valið á milli tíu eða tuttugu daga hirðutíðni. „Ég var að skoða þetta og sá að í þessum húsum eru samtals 133 íbúðir. Við þessar íbúðir eru fjögur ker skráð hjá okkur og tíu tunnur. Það er alveg ljóst að FS hefur ekki óskað eftir nægilega miklum fjölda íláta fyrir þessar íbúðir.“0,16 tunnur of lítið Eygerður segir eitt ker jafngilda 2,75 tunnum en við húsin tvö í Sæmundargötu séu 0,16 tunnur á hverja íbúð. „Íbúar greiða eftir rúmmáli og eftir hirðutíðni. Í svona nýjum íbúðum er yfirleitt gert ráð fyrir 0,75 tunnum á hverja íbúð og því er ljóst að 0,16 tunnur á hverja íbúð er of lítið. En það hefur verið óskað eftir þetta mörgum lítrum á hvern íbúa og við höfum brugðist við því.“ Eygerður segir að af myndunum að dæma sé hægt að koma fyrir fleiri ílátum á staðnum en ekki hafi verið óskað eftir því. „Þetta er greinilega einhver byrjunarvandi. Við höfum sett okkur í samband við starfsfólk FS sem fer með þessi mál og falast eftir upplýsingum um hversu mörg tunnuígildi þau telja að henti fyrir hverja íbúð á þessum stað. Við búumst við að málið leysist þegar sú niðurstaða liggur fyrir.“
Tengdar fréttir Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. 17. febrúar 2014 13:30