Ruslið flæðir við Stúdentagarðana Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. febrúar 2014 13:30 Eins og sjá má á myndum er ástandið slæmt. mynd/aðsend Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. Í húsunum eru stúdentaíbúðir og fluttu flestir íbúa inn í byrjun janúar. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, íbúi við Sæmundargötu 20. Hún segir geymsluna alltaf vera troðfulla. „Ég hef aldrei séð þetta öðruvísi,“ segir Hildur sem flutti inn í byrjun janúar.Ástandið var svona þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.vísir/daníelHalla Halldórsdóttir býr við Sæmundargötu 18 og segir hún kærasta sinn hafa sent póst á Félagsstofnun stúdenta vegna málsins. „Vonandi fær hann svar í dag. Við erum ekkert rosalega ánægð þeð þetta,“ segir Halla. „Ástandið er sérstaklega slæmt núna en það hefur aldrei verið gott. Við vorum að vonast til að þetta væri bara tímabundið ástand en þetta virðist ekkert vera að skána.“ Annar íbúi við Sæmundargötu 18, sem ekki vildi láta nafn síns getið, hefur einnig sent ábendingu til Félagsstofnunar stúdenta vegna málsins. „Mig grunar að það þurfi að láta tæma þetta oftar,“ segir íbúinn, en hann flutti inn fyrir þremur vikum. „Það er auðvitað mikið rusl sem fellur til þegar fólk flytur inn í nýjar íbúðir, IKEA-umbúðir og annað, og mig grunaði fyrst að þetta væri bara tímabundið. En þetta virðist ekkert vera að leysast.“Eðlilegt að senda sorphirðumenn oftar Rebekka Sigurðardóttir hjá Félagsstofnun stúdenta veit af vandamálinu og segir að starfsfólk stofnunarinnar sé sent reglulega eftir ruslinu til að flytja það á haugana. „Þessi hús voru tekin í notkun um áramótin og enn hafa ekki fengist gámar frá sorphirðu Reykjavíkurborgar,“ segir Rebekka. „Sorphirðan útvegar ruslagáma fyrir íbúðarhúsnæði og sér um það að tæma þá. Þeir eiga gámana hins vegar ekki til hjá sér núna. Við höfum fengið bráðabirgðatunnur sem eru engan veginn fullnægjandi þannig að við höfum reynt að leysa þetta með því að senda okkar starfsfólk á staðinn.“ Rebekka segir Félagsstofnun stúdenta hafa óskað eftir því við sorphirðuna að þeir hirði ruslið oftar á meðan þeir skaffa ekki gáma. „Þannig að það sé starfsmaður hjá okkur sem þarf að taka þetta á bílnum sínum. Á meðan þeir bjóða ekki upp á fullnægjandi lausn er eðlilegt að þeir sendi sorphirðumenn oftar, en svo er ekki.“Ruslið hreinlega flæðir upp úr ílátum í geymslunni. Rebekka hjá FS segist vita af vandamálinu.vísir/vilhelm/aðsendHefur þú sögu að segja af sorphirðu í þínu nærumhverfi? Þú getur sent okkur ábendingu og/eða myndir á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sorpgeymsla á milli Sæmundargötu 18 og 20 í Reykjavík er yfirfull og hefur ástandið verið hræðilegt í meira en mánuð að sögn íbúa. Í húsunum eru stúdentaíbúðir og fluttu flestir íbúa inn í byrjun janúar. „Þetta er alveg hræðilegt,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, íbúi við Sæmundargötu 20. Hún segir geymsluna alltaf vera troðfulla. „Ég hef aldrei séð þetta öðruvísi,“ segir Hildur sem flutti inn í byrjun janúar.Ástandið var svona þegar ljósmyndara Vísis bar að garði í morgun.vísir/daníelHalla Halldórsdóttir býr við Sæmundargötu 18 og segir hún kærasta sinn hafa sent póst á Félagsstofnun stúdenta vegna málsins. „Vonandi fær hann svar í dag. Við erum ekkert rosalega ánægð þeð þetta,“ segir Halla. „Ástandið er sérstaklega slæmt núna en það hefur aldrei verið gott. Við vorum að vonast til að þetta væri bara tímabundið ástand en þetta virðist ekkert vera að skána.“ Annar íbúi við Sæmundargötu 18, sem ekki vildi láta nafn síns getið, hefur einnig sent ábendingu til Félagsstofnunar stúdenta vegna málsins. „Mig grunar að það þurfi að láta tæma þetta oftar,“ segir íbúinn, en hann flutti inn fyrir þremur vikum. „Það er auðvitað mikið rusl sem fellur til þegar fólk flytur inn í nýjar íbúðir, IKEA-umbúðir og annað, og mig grunaði fyrst að þetta væri bara tímabundið. En þetta virðist ekkert vera að leysast.“Eðlilegt að senda sorphirðumenn oftar Rebekka Sigurðardóttir hjá Félagsstofnun stúdenta veit af vandamálinu og segir að starfsfólk stofnunarinnar sé sent reglulega eftir ruslinu til að flytja það á haugana. „Þessi hús voru tekin í notkun um áramótin og enn hafa ekki fengist gámar frá sorphirðu Reykjavíkurborgar,“ segir Rebekka. „Sorphirðan útvegar ruslagáma fyrir íbúðarhúsnæði og sér um það að tæma þá. Þeir eiga gámana hins vegar ekki til hjá sér núna. Við höfum fengið bráðabirgðatunnur sem eru engan veginn fullnægjandi þannig að við höfum reynt að leysa þetta með því að senda okkar starfsfólk á staðinn.“ Rebekka segir Félagsstofnun stúdenta hafa óskað eftir því við sorphirðuna að þeir hirði ruslið oftar á meðan þeir skaffa ekki gáma. „Þannig að það sé starfsmaður hjá okkur sem þarf að taka þetta á bílnum sínum. Á meðan þeir bjóða ekki upp á fullnægjandi lausn er eðlilegt að þeir sendi sorphirðumenn oftar, en svo er ekki.“Ruslið hreinlega flæðir upp úr ílátum í geymslunni. Rebekka hjá FS segist vita af vandamálinu.vísir/vilhelm/aðsendHefur þú sögu að segja af sorphirðu í þínu nærumhverfi? Þú getur sent okkur ábendingu og/eða myndir á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira