Háskóli Íslands kominn langt yfir sársaukamörk Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. september 2014 20:15 Fjárframlög til Háskóla Íslands hafa verið skorin niður jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir að nemendafjöldi hafi stóraukist í kjölfar efnahagshrunsins. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, segir skólann hafa þurft að glíma við niðurskurð undanfarin sex ár og segir það sama upp á teningnum fyrir það næsta – áfram þurfi að hagræða. Hún segir þó að ýmislegt jákvætt megi finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs, til að mynda endurskoðun á reikniflokkum. „Hins vegar er þrennt sem við gerum mjög alvarlegar athugasemdir við. Í fyrsta lagi er það svo að við höfum kennt mörghundruð nemendum á undanförnum árum án þess að fá greitt fyrir og þessi fjöldi eykst enn með fjárlagafrumvarpinu. Þannig að ef að þetta verður ekki leiðrétt þá værum við þá næsta ári að kenna fimmhundruð nemendum að minnska kosti sem ekki væri fjárframlag fyrir,” segir Kristín. Þá nefnir Kristín að skrásetningargjald við skólann hafi verið hækkað úr 60.000 krónum í 75.000 í fyrra. Þessi hækkun nemi um 180 milljónum króna, einungis 40 milljónir fara til Háskólans, en 140 í ríkissjóð. Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að framlög til háskólastigsins á Íslandi fari enn lækkandi í samanburði við meðaltal OECD ríkja. Háskóli Íslands þurfi um 6 milljörðum króna hærri heildartekjur svo OECD meðaltali væri náð og 11 milljarða króna vantar í samanburði við Norðurlöndin. Kristín vonast eftir skilningi stjórnvalda á stöðunni. Hvaða áhrif hefur þessi fjárvöntun á starfsemi skólans? „Hún er farin að svíða sárt. Ég nefni eitt dæmi, við erum með jarðvísindafólk sem er að leggja sig í lífshættu og það fær hvíld við mjög óviðunandi aðstæður og farartækin eru biluð. Ég nefni þetta sem eitt dæmi. Við erum komin langt yfir mörk,“ segir Kristín. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Fjárframlög til Háskóla Íslands hafa verið skorin niður jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir að nemendafjöldi hafi stóraukist í kjölfar efnahagshrunsins. Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans, segir skólann hafa þurft að glíma við niðurskurð undanfarin sex ár og segir það sama upp á teningnum fyrir það næsta – áfram þurfi að hagræða. Hún segir þó að ýmislegt jákvætt megi finna í fjárlagafrumvarpi næsta árs, til að mynda endurskoðun á reikniflokkum. „Hins vegar er þrennt sem við gerum mjög alvarlegar athugasemdir við. Í fyrsta lagi er það svo að við höfum kennt mörghundruð nemendum á undanförnum árum án þess að fá greitt fyrir og þessi fjöldi eykst enn með fjárlagafrumvarpinu. Þannig að ef að þetta verður ekki leiðrétt þá værum við þá næsta ári að kenna fimmhundruð nemendum að minnska kosti sem ekki væri fjárframlag fyrir,” segir Kristín. Þá nefnir Kristín að skrásetningargjald við skólann hafi verið hækkað úr 60.000 krónum í 75.000 í fyrra. Þessi hækkun nemi um 180 milljónum króna, einungis 40 milljónir fara til Háskólans, en 140 í ríkissjóð. Í nýútkominni skýrslu OECD kemur fram að framlög til háskólastigsins á Íslandi fari enn lækkandi í samanburði við meðaltal OECD ríkja. Háskóli Íslands þurfi um 6 milljörðum króna hærri heildartekjur svo OECD meðaltali væri náð og 11 milljarða króna vantar í samanburði við Norðurlöndin. Kristín vonast eftir skilningi stjórnvalda á stöðunni. Hvaða áhrif hefur þessi fjárvöntun á starfsemi skólans? „Hún er farin að svíða sárt. Ég nefni eitt dæmi, við erum með jarðvísindafólk sem er að leggja sig í lífshættu og það fær hvíld við mjög óviðunandi aðstæður og farartækin eru biluð. Ég nefni þetta sem eitt dæmi. Við erum komin langt yfir mörk,“ segir Kristín.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira