Innlent

Vilja enduskoðun fjárlagafrumvarpsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Stjórn trúnaðarráðs Félags veslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni skorar á ríkisstjórn Íslands að endurskoða fjárlagafrumvarpið. Með hliðsjón af þeirri gagnrýni sem komið hefur frá samtökum launafólks að undanförnu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að einkum hafi athugasemdir verið gerðar við nokkur atriði:

Hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr sjö prósent í tólf prósent. Skerðingu réttar til atvinnuleysisbóta.

Að ekki verði staðið við gefin fyrirheit um framlag til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs.

Skerðingu framlaga til jöfnunar á örorkubyrði lífeyrissjóða.

Skert framlög til mennta-, heilbrigðis- og vinnumarkaðsmála.

„Ljóst er að ef ofangreind atriði verða samþykkt óbreytt verða launþegasamtökin að efna til harðari kröfugerðar gagnvart atvinnurekendum en reiknað var með til að rétta hlut þeirra sem minnst hafa,“ segir í tilkynningu stjórnar Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×