Sex hundruð keyptu kebab á aðfangadag Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. desember 2014 10:00 Yaman er múslimi og finnst sjálfsagt að vinna á jólum á meðan kristnir Íslendingar halda jól sín hátíðleg. Vísir/ Andri Marínó Karlsson Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Metfjöldi ferðamanna dvelur á Íslandi um jólin, eða um 60 þúsund manns. Meiri eftirspurn er eftir verslun og þjónustu og víða mynduðust langar biðraðir ferðamanna í miðborginni fyrir utan þá fáeinu staði sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Yaman Brikhan, eigandi veitingastaðarins Ali Baba, er einn þeirra sem urðu við aukinni eftirspurn og ákvað að hafa opið yfir öll jólin. Hann sá ekki sérstaka ástæðu til þess í fyrra en í ár var staðurinn fullur bæði á aðfangadagskvöld og jóladag. „Það var alveg brjálað að gera allan aðfangadag, sérstaklega frá klukkan fjögur til sjö. Ég afgreiddi um það bil sex hundruð manns, segir Yaman frá. „Venjulega hef ég haft lokað frá klukkan fjögur á aðfangadag en það er svo mikið af ferðamönnum í bænum. Ég fæ mikið af símtölum frá hótelum um hvort það sé opið hjá mér og ákvað því að hafa opið.“ Hann segist ekki hafa kallað út aukamannskap til að anna eftirspurninni heldur haft snarari handtök. „Við vorum þrjú að afgreiða þegar mest var og það gekk vel. Það voru ekki eingöngu ferðamenn sem komu til okkar í mat á aðfangadag, einhverjir Íslendingar vildu líka kebab í jólamatinn.“ Yamam er upphaflega frá Sýrlandi en fluttist hingað til lands fyrir rúmum fjórtán árum. Hann opnaði veitingastað sinn fyrir fimm árum og hefur notið velgengni. Hann segir ekki mikið mál fyrir sig eða fjölskylduna að vinna yfir jólin. Hann líti á slíka vinnu sem samhjálp við kristna Íslendinga sem vilji halda jólin hátíðleg. „Við erum múslimar og höldum ekki jól. Jólin skipta okkur litlu máli þótt auðvitað finnist okkur gott að fá svolítið meiri tíma með fjölskyldunni. Ég er frá Sýrlandi og þar eru bæði kristnir og múslimar. Þegar okkar trúarhátíðir eru, þá vinna kristnir og þegar það eru jól, þá vinnum við. Þetta er samhjálp.“Straumur ferðamanna Þeir ferðamenn sem halda jól á Íslandi þurfa þjónustu. Það var mikið að gera á þeim veitingastöðum sem höfðu opið á aðfangadagskvöld og jóladag. Fréttablaðið/ Andri Marínó Karlsson176 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu en á sama tímabili í fyrra, eða alls um 915.465. Um er að ræða 23,8% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Mest hefur fjölgun ferðamanna orðið frá N-Ameríku og Bretlandi: N-Ameríkumönnum hefur fjölgað um 33,7%, Bretum um 32,0%, Mið- og S-Evrópubúum um 17,9% og ferðamönnum frá öðrum mörkuðum um 29,5%. Norðurlandabúum hefur hins vegar ekki fjölgað í sama mæli eða um 8,9%.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira